Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. nóvember 2009 Prenta

Orkubúið hefur algera sérstöðu meðal orkufyrirtækja.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.
Bæjarins besta.
Eitt orkufyrirtæki má þó bera höfuðið hátt um þessar mundir: Orkubú Vestfjarða. Fyrirtækið skuldar ekkert í erlendri mynt, eigið fé þess er 4,5 milljarðar króna, fjármagnsliðir þess voru jákvæðir á síðasta ári og félagið skilaði hagnaði", segir dálkahöfundurinn „Óðinn" í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær. Hann heldur áfram: „Óðinn man þá tíð er staða Orkubúsins var ekki svona góð. Nú er það hins vegar stefna fyrirtækisins að fjármagna allar fjárfestingar með eigin fé. Nú, þegar önnur orkufyrirtæki landsins ganga bónleið til búðar í leit að lánsfé til að fjármagna enn frekari framkvæmdir, ætlar Orkubú Vestfjarða að taka 300 milljónir upp úr vasanum og reisa nýja virkjun í Mjólká. Líklega hafa skilaboð Seðlabankans náð vestur á Ísafjörð þótt þau hafi ekki náð norður á Akureyri eða upp á efstu hæð hússins við Bæjarháls."

Í pistli sínum skoðar Óðinn stöðu fjögurra stærstu orkufyrirtækjanna hérlendis næst á eftir Landsvirkjun, þ.e. Orkuveitu Reykjavíkur, HS Orku, RARIK og Norðurorku. Hann segir: „Í árslok 2008 námu erlendar skuldir þessara fjögurra fyrirtækja 226 milljörðum króna. Erlendar skuldir voru sem sagt 85% allra skulda félaganna. Samanlagt gengistap þeirra var 119 milljarðar og tap 94 milljarðar (vissulega vegur Orkuveitan þarna langþyngst en mynstrið er hið sama). Óðinn veit ekki til þess að stór hluti tekna þessara fyrirtækja komi erlendis frá. Hvers vegna þá allar þessar skuldir í erlendum gjaldeyri?"

Óðinn segir að stórkostleg skuldasöfnun orkufyrirtækja í erlendri mynt hafi gert hrunið mun alvarlegra en það annars hefði orðið. „Í stað þess að orkufyrirtækin séu nú uppspretta lífsnauðsynlegs gjaldeyris eru þau stór hluti vandamálsins. Þau beinlínis stuðla að lækkun krónunnar vegna vaxtagreiðslna í erlendri mynt. Samt þolir ekki efnahagsreikningur fyrirtækjanna gengislækkunina og því er það hausverkur Seðlabankans að verja gengið svo orkufyrirtækin og fleiri aðilar verði ekki tæknilega gjaldþrota."
Þetta kom fram á www.bb.is á föstudaginn.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    

Úr myndasafni

  • Drangavík 18-04-2008.
  • Fjarskiptastöð Símans við Reykjaneshyrnu.
  • Úr Sætrakleyf eftir mokstur.Kristján á ýtunni varð að byrja uppá klettabeltinu til að byrja að moka þar niðrá veg.07-04-2009.
  • þá er Hrafn búin að taka fystu skóflustúnguna.Guðmundur og Guðbjörg fylgjast með.22-08-08.
Vefumsjón