Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. nóvember 2014 Prenta

Pétur Ben á Mölinni 22 nóvember.

Pétur Ben tónlistarmaður.
Pétur Ben tónlistarmaður.

Mölin verður haldin í tólfta sinn á Malarkaffi á Drangsnesi laugardagskvöldið 22. nóvember næstkomandi. Að þessu sinni mun tónlistarmaðurinn Pétur Ben koma fram, ein og óstuddur vopnaður gítar og rödd sinni.

Pétur Ben þarf vart að kynna. Hann vakti fyrst landsathygli fyrir samstarf sitt við Mugison í kringum útgáfu plötu hans Mugimama is this monkeymusic? Þar sýndi Pétur ótrúleg tilþrif í gítarleik og tók þátt í lagasmíðum og útsetningum á plötunni. Árið 2006 gaf Pétur út sína fyrstu sólóplötu, Wine For My Weakness og hlaut fyrir hana Íslensku tónlistarverðlaunin sama ár. Árið 2012 kom út önnur breiðskífa hans, God’s Lonely Man, sem hlaut fádæma góðar viðtökur og fjölda viðurkenninga. Auk þess að sinna sólóferlinum hefur Pétur samið tónlist fyrir fjölda kvikmynda og leiksýninga og stýrt upptökum fyrir aðra tónlistarmenn. Pétur hlaut nýverið Edduverðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Málmhaus.

 

Tónlist Péturs er áferðarfalleg og hlý en á sama tíma sveipuð dulúð og myrkri. Lögin eru haganlega smíðuð og innblásin, knúin áfram af mögnuðum hljóðfæraleik Péturs. Þau fjalla um mannlega breiskleika, ástina, örvæntinguna, trúna og lífið. Gestir Malarinnar mega vænta þess að heyra góða blöndu af báðum plötum Péturs og hver veit nema nýrra efni fái að fljóta með.

Venju samkvæmt mun Borko opna kvöldið með því að leika sína tónlist.

Húsið opnar kl. 21:00 en tónleikarnir hefjast um hálftíma síðar.

Miðaverð á tónleikana er 2000 kr.

Mölin er styrkt af Menningarráði Vestfjarða
Tónleikaröðin Mölin hóf göngu sína haustið 2012. Tónleikar Péturs Ben eru tólftu tónleikarnir í röðinni en aðrir tónleikar hafa verið sem hér segir:

 

Mölin #1 - Prins Póló

Mölin #2 - Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson

Mölin #3 - Sigurður Guðmundsson

Mölin #4 - Ylja

Mölin #5 - Snorri Helgason

Mölin #6 - Benni Hemm Hemm

Mölin #7 - Lay Low

Mölin #8 - Sigríður Thorlacius

Mölin #9 - Skúli mennski

Mölin #10 - Hljómsveitin Eva

Mölin #11 - Adhd

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Sigursteinn í Litlu-Ávík sagar í uppistöður fyrir Guðmund.01-07-08.
  • Enn rauk úr rústunum 17-06-2008.
  • Finnbogastaðaskóli.23-01-2012.
  • Saumaklúbbur 22-01-2005.
Vefumsjón