Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. júlí 2018 Prenta

Plastpokalausi dagurinn 3. júlí 2018.

Mynd með frétt.
Mynd með frétt.

Á Plastpokalausa deginum 3. júlí munu Farfuglaheimilin á Íslandi taka höndum saman til að vekja athygli gesta á mengun af völdum plasts. Þann dag munu gestir sem gista á Farfuglaheimilunum í landinu fá gefins fjölnota poka úr lífrænni bómull. Með þessum eru gestir hvattir til að afþakka plastpoka á ferðalaginu og vera ábyrgir ferðamenn.  Þrjátíu Farfuglaheimili, víðsvegar á Íslandi, taka þátt í viðburðinum.

Plast er til margra hluta nytsamlegt en því miður erum við farin að treysta um of á einnota plast í daglegu lífi – með alvarlegum afleiðingum fyrir umhverfið.  Á hverju ári eru um 5 milljarðar plastpoka notaðir. Um helmingur þeirra er aðeins notaður í eitt skipti og endar í landfyllingum eða sem mengun á landi og sjó.

Ein milljón plastpoka er í notkun í heiminum á hverri mínútu Meðal Evrópubúi notar um 500 plastpoka á ári hverju 3.4 tonn af plasti eru framleidd í löndum Evrópusambandsins ár hvert Plastpokar eru framleiddir úr hráolíu sem er óendurnýjanleg auðlind

Tökum höndum saman og drögum úr notkun plastpoka

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Helga veislustjóri og barnabarn Maddýar tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Herðubreið í ísnum á Norðurfirði.
  • Höfnin í Norðurfirði 16-03-2005.
Vefumsjón