Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. desember 2011 Prenta

Póstferð í hagléljum.

Mynd úr myndasafni.Snjókoma.
Mynd úr myndasafni.Snjókoma.
Jón G Guðjónsson póstur hefur aldrei lent í öðrum eins hagléljum í póstferðum sínum eins og í gær.

Jón sótti póst norður til Norðurfjarðar og fór með út á flugvöllinn á Gjögri um 13:25 í gær og beið þar eftir áætlunarvélinni til að taka póst sem kom að sunnan í hægri austlægri vindátt,en flugvélin kom um tvö leitið,síðan var farið til baka norður með póstinn og Edda og Jón sorteruðu póstinn að venju og þegar  pósturinn var borinn úti í bíl var komið mikið él. Síðan hélt Jón til að dreifa póstinum á bæina,en voru él,en það var ekki fyrr enn komið var í Trékyllisvík að haglél dundu svo yfir bílinn og út Hraun og alla leið til Gjögurhálsa sem haglélin voru svo mikil og dimm,að eins og skotárás væri á bílinn,í verstu hryðjunum sem voru um þrjár, Jón stóð fastur á bremsunum í dimmistu éljunum,og gleymdi myndavélinni sem var í farþegasætinu fram í,til að taka mynd af höglunum sem gætu hafa verið um 6 mm til 1 cm í þvermál,gegnum gluggann á bílnum.; Maður gleymir bara öllu undir svona aðstæðum nema að hugsa um sjálfan sig og farkostinn sinn,segir Jón. Jón Guðbjörn sem er veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík segist aldrei hafa séð önnur eins haglél fyrr á ævi sinni þótt hann hafi séð nokkuð stór haglél áður. Um leið og heim var komið var tilkynnt um þessi miklu haglél til spádeildar Veðurstofu og síðar í gegnum gagnabrunn Veðurstofu í skriflegu formi.

Þarna slapp flug rétt svo vegna veðurs eins og oft hefur skeð.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Árnesey-06-08-2008.
  • Stór borgarísjaki ca 8 km A af Gjögurflugvelli 19-09-2004.
  • Skip á Norðurfirði.
  • Fyrsti flotinn verður skilin eftir út á rúmsjó meðan að verða sóttar fleyri ferðir í fjöruna.
  • Ís í Ávíkinni og sést til hafs.
Vefumsjón