Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. desember 2003 Prenta

Póstferð seinkun.

Veður var afleitt í dag snjókoma langt frameftir degi loksins komu skil yfir og var að breytast í snjóél enn allhvass.Flugi á Gjögur seinkaði í um tvo tíma vegna veðurs enn svo rættist úr og áætlunarflugvél kom með miklar vörur póst og farþega.
Póstur var með mesta móti í dag enda var þetta næstsíðasta póstflug fyrir jól.
Framhaldsskólanemendur eru að byrja að koma heim í jólafrí.Ég komst heim til mín rétt áður enn ég þurfti að hugsa um veðurathugun kl 1800.Fréttin af sjóvarnargarðinum á Gjögri er birt í dag í Morgunblaðinu ég varð stórmóðgaður að sjá myndina í svart hvítu.Enn Bæjaris Besta byrtir mynd í lit af jólaskemmtun barnanna frá í gær í morgun.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Október »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Fullfrágengið í kringum glugga,SA hlið.18-12-2008.
  • Klætt þak 11-11-08.
  • Bílskúrshurð inni.03-12-2008.
  • Borgarísjaki Vestur af Sæluskeri. 27-08-2018.
  • Búið að setja salerni.01-05-2009.
Vefumsjón