Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. janúar 2020 Prenta

Pósturinn dregur úr dreifingu fjölpósts og leggur niður á fjórða tug starfa.

Póstkassi.
Póstkassi.

Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Pósturinn mun halda áfram bjóða upp á dreifingu á fjölpósti á öðrum svæðum og í dreifbýli. Þessi breyting leiðir til um 200 m. kr. lækkunar kostnaðar á ársgrundvelli hjá fyrirtækinu.

Magn fjölpósts hefur dregist mikið saman á undanförnum árum og mikil fækkun almennra bréfa hefur haft það í för með sér að minni samlegðaráhrif eru á dreifingu bréfapósts og fjölpósts. Áður fóru bréfberar í nær öll hús með bréf og því féll það vel að starfseminni að dreifa fjölpósti á sama tíma en nú hefur bréfum fækkað svo mikið að oft fara bréfberar eingöngu með fjölpóst en engin bréf og því er lítill rekstrargrundvöllur fyrir þessari þjónustu.

Einnig ber að horfa til þess að sífellt stærri hópur almennings vill ekki fá fjölpóst, m.a. vegna umhverfissjónarmiða, og hefur sá hópur stækkað mikið á síðustu misserum. Sú þróun mun halda áfram með aukinni umhverfisvitund almennings og þróun á stafrænum lausnum. Þetta leiðir til þess að mikið magn pappírs sem sent er í dreifingu verður eftir í kerfi Póstsins sem flækir starfsemina og skapar kostnað og óhagræði.

Breytingin hefur áhrif á um 40 starfsmenn en mögulegt er að færa um 10 starfsmenn til í starfi innan fyrirtækisins. Rúmlega 30 starfsmönnum verður því sagt upp störfum frá og með deginum í dag og er þar um að ræða starfsmenn í flokkun og dreifingu á svæðinu sem um ræðir. Rætt verður við þá starfsmenn sem missa vinnuna í dag 29-01 en ekki verður óskað eftir starfsframlagi á uppsagnartímanum. Að auki verður þeim starfsmönnum sem missa vinnuna boðinn stuðningur við starfslokin svo sem sálfræðiþjónusta og ráðgjöf við atvinnuleit. Pósturinn hefur tilkynnt uppsagnirnar til Vinnumála-stofnunar, stéttarfélaga og annarra sem hlut eiga að máli.  

 „Eins og kunnugt er fer nú fram mikil endurskipulagning á starfsemi Íslandspósts og eru þessar aðgerðir hluti af því ferli. Umbreyting fyrirtækisins hefur gengið vel og nú þegar má merkja viðsnúning í rekstrinum en ljóst er að verkefninu er hvergi nærri lokið og betur má ef duga skal. Við erum önnum kafin við að aðlaga reksturinn að kröfum á nútíma markaði en í svona endurskipulagningu þarf að horfast í augu við staðreyndir og taka margar erfiðar ákvarðanir, þessi ákvörðun er ein þeirra. Ég þakka því góða starfsfólki sem nú kveður okkur fyrir vel unnin störf og óska þeim góðs gengis í næstu verkefnum.“  segir Birgir Jónsson, forstjóri Póstsins.

Þetta kemur fram á vef Íslandspósts.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Árneskirkja sú yngri:20-06-2010.
  • Þá er síðasti flotinn fundinn út af Nestanganum.
  • Frá Gjögri 04-01-2013.
  • Jakar útaf Litlu-Ávík togari á leið vestur.
  • Garðarshús Gjögri-05-07-2004.
Vefumsjón