Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 5. janúar 2014 Prenta

Rafmagn komst á 02:35. í Árneshreppi.

Kort/Mynd.OV.
Kort/Mynd.OV.

Vinnuflokkur frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík fóru upp á Trékyllisheiði á tíundatímanum í gærkvöldi. Þar var búið að finna tvö slit á föstudagskvöld,á sömu eða svipuðum slóðum og bráðabirgðaviðgerð fór fram um áramótin í svonefndum Sprengibrekkum,enn menn urðu þá að snúa frá vegna veðurhæðar á heiðinni. Í gærkvöldi þegar Orkubúsmenn komu upp á heiði fundust fleiri slit og mikil ísing var á línum,sem þurfti að hreinsa af. Rafmagni var síðan hleypt á Árneshrepp klukkan 02:35. Rafmagnslaust er búið að vera síðan 08:43 á föstudagsmorgni 3 janúar. Þannig að nú ættu hreppsbúar að geta steikt sunnudagssteikina sína í dag.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Sement sett í.06-09-08.
  • Kristján Guðmundsson á jarðýtu 07-04-2009.
  • Ferðafélagshúsið er rétt fyrir ofan myðja mynd.
  • Litla-Ávík.
Vefumsjón