Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. september 2015 Prenta

Rafmagn lagt í jörð á Gjögursvæðinu.

Allt rafmagn er nú komið í jörð á Gjögursvæðinu.
Allt rafmagn er nú komið í jörð á Gjögursvæðinu.
1 af 4

Orkubú Vestfjarða hefur nú undanfarna daga verið að leggja rafmagnsstreng í jörð til Gjögurs út á Gjögurflugvöll og Gjögurvita, einnig að Grænhóli og sumarhúsið Nátthaga við Víganes og á Víganes. Áður var búið að leggja jarðstreng til Kjörvogs.  Allt er lagt með þriggja fasa strengjum. Nú verður allt rafmagn í jörðu frá Kjörvogi um Gjögursvæðið og norður til Norðurfjarðar.

Það sem eftir er að leggja í jörð, það er frá Norðurfirði og til Krossness og að sundlauginni og að Felli, einnig að Munaðarnesi, þar er allt loftlínur. Einnig eru loftlínur frá Trékyllisvík yfir Skörð um Reykjarfjörð og til Djúpavíkur, síðan er hluti Trékyllisheiðar en með loftlínu. Þetta mun bæta ástandið mikið þegar ísingar veður og sjávarselta er, og er hún oft mikil á þessu svæði. Rafmagni var hleypt á nýja jarðstrenginn í dag 15. september á Gjögursvæðið. Síðan verða staurarnir og gamla loftlínan tekin niður á Gjögursvæðinu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Gjögurviti-byggður 1921 hæð 24 m.-2001.
  • Snjómokstur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Konur í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
Vefumsjón