Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. mars 2013 Prenta

Rafmagnslaust á Krossnesi.

Rafmagnslaust er á Krossnesi.
Rafmagnslaust er á Krossnesi.
Rafmagn fór af bænum Krossnesi hér í Árneshreppi um hálf ellefu í morgun. Línan er sennilega slitin einhversstaðar frá Norðurfirði og að Krossnesi,einnig er þá Fell úti,en þar er ekki búið á vetrum. Óvíst er hvenær hægt verður að gera við,sennilega ekki í dag meðan veður er svona slæmt,en hægari vindur á að vera á morgun um tíma og jafnvel minni úrkoma. Ekki er kalt þar í húsum því þar er hitaveita,eini bærinn hér í Árneshreppi með hitaveitu. Annars er þar móttöku og sendistöðin fyrir sjónvarp RÚV, fyrir Trékyllisvík Mela og Ávíkina. Þar er ljósvél til að keyra inn á stöðina og til ljósa. Þannig að hreppsbúar sem nota sjónvarpssendinguna þaðan ættu að geta horft á sjónvarp RÚV þegar vél er keyrð þar. Einnig datt heimilissíminn þar út í gær,en ágætt GSM samband er þar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Gunnsteinn Gíslason og Reimar Vilmundarson skálar fyrir afmælisbarninu og gestum.
  • Komið með kaðal í land til að toga í flotann úr vörinni í Litlu-Ávík.
  • Snjóblástur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Kistuvogur þar sem galdrabrennur fóru fram.28-06-2003.
Vefumsjón