Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. mars 2010 Prenta

Raunhæfast að virkja Hvalá segir Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðar.

Halldór Halldórsson,bæjarstjóri Ísafjarðar.Mynd bb.is.
Halldór Halldórsson,bæjarstjóri Ísafjarðar.Mynd bb.is.
Bæjarins besta.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að ekki verði lengur unað við núverandi raforkukerfi á Vestfjörðum. Hefur hann sent sérfræðingi í iðnaðarráðuneytinu fyrirspurn um það hvort 61. grein EES samningsins gæti nýst til að þoka áfram málefnum Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði á Ströndum. Greinin varðar aðstoð til að greiða fyrir þróun ákveðinna greina efnahagslífsins eða ákveðinna efnahagsvæða enda hafi hún ekki svo óhagstæð áhrif á viðskiptaskilyrði að stríði gegn sameiginlegum hagsmunum.

„Afhendingaröryggið er ekki upp á marga fiska og er tap samfélagsins metið á einar 500 milljónir kr. árlega vegna orkutaps og vinnutaps og tjóns á tækjum sem af því leiðir. Þetta er í algjörum ólestri og verður ekki leyst nema með einhvers konar hringtengingu rafmagns," segir í bréfi Halldórs um samskipti hans við sérfræðing ráðuneytis sem lagt var fyrir bæjarráð á dögunum. „Það sem virðist raunhæfasta lausnin til að bæta hér úr er virkjun Hvalár á Ströndum og lögn yfir Ísafjarðardjúp til Ísafjarðar. Það er a.m.k. mun ódýrari lausn en hringtenging sé miðað við skýrslu Landsnets. Þar er talað um 5-9 milljarða kr. lausnir."
Þetta kom fram á BB.ÍS í gær.
Nánar hér á bb.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Steinstún-2002.
  • Úr sal.Gestir.
  • Söngur.
  • Dregið upp.
Vefumsjón