Reimar skipsstjóri á rúlluveiðum.
Reimari Vilmundarsyni er margt til lista lagt,eins og flestir vita er Reimar fyrst og fremst með ferðir á bát sínum Sædísinni með ferðafólk á Hornstrandir á þessum tíma árs frá Norðurfirði.
Á laugardaginn 26 fór Reimar að rúlla hey hjá bændum,því það vantaði góðan vélamann því vélamaðurinn sem er vanastur að rúlla fór í burtu þessa helgi.
Reimar var fljótur til og læra á tækin og rúllaði og pakkaði 37 rúllum fyrir Sigurstein í Litlu-Ávík og eitthvað svipað hjá Guðmundi á Finnbogastöðum.
Reimar hefur ýmislegt gert fyrir Árneshreppsbúa í sínum frístundum svo sem sótti hann útigangsfé snemma vors norður á Strandir,enn þá var hann á grásleppuveiðum frá Norðurfirði
Það er eins og gárungarnir segja Reimar getur allt,verið á grásleppuveiðum,rolluveiðum,rallveiðum,mannaveiðum og nú á heyveiðum.