Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 30. júlí 2008 Prenta

Reimar skipsstjóri á rúlluveiðum.

Reimar Kafteinn rúllar og pakkar heyi.
Reimar Kafteinn rúllar og pakkar heyi.

Reimari Vilmundarsyni er margt til lista lagt,eins og flestir vita er Reimar fyrst og fremst með ferðir á bát sínum Sædísinni með ferðafólk á Hornstrandir á þessum tíma árs frá Norðurfirði.

Á laugardaginn 26 fór Reimar að rúlla hey hjá bændum,því það vantaði góðan vélamann því vélamaðurinn sem er vanastur að rúlla fór í burtu þessa helgi.

Reimar var fljótur til og læra á tækin og rúllaði og pakkaði 37 rúllum fyrir Sigurstein í Litlu-Ávík og eitthvað svipað hjá Guðmundi á Finnbogastöðum.

Reimar hefur ýmislegt gert fyrir Árneshreppsbúa í sínum frístundum svo sem sótti hann útigangsfé snemma vors norður á Strandir,enn þá var hann á grásleppuveiðum frá Norðurfirði

Það er eins og gárungarnir segja Reimar getur allt,verið á grásleppuveiðum,rolluveiðum,rallveiðum,mannaveiðum og nú á heyveiðum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Sigursteinn í Litlu-Ávík sagar í uppistöður fyrir Guðmund.01-07-08.
  • Þakpappi komin á allt húsið 18-11-08.
  • Rafmagnshitakútur komin upp.30-04-2009.
  • Úlfar og Jón Guðbjörn.
  • Bátar í Litlu-Ávík.
  • Jón G Guðjónsson situr á jaka útá Hjallskerum. Mynd RAX.
Vefumsjón