Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. september 2017 Prenta

Réttað í Kjósarrétt.

Nóg af fólki en fátt fé.
Nóg af fólki en fátt fé.
1 af 4

Réttað var í Kjósarrétt í Reykjarfirði í dag eftir að leitað var Reykjarfjarðarsvæðið. Áður var smalað alveg frá Kaldbaksvík og í Veiðileysu og rekið var í rétt þar á fimmtudaginn. Í gær var smalað í kringum Kamb og til Djúpavíkur og rekið inn í Kjósarrétt. Þessi svæði sem smalað var á fimmtudag og föstudag voru ekki skylduleitarsvæði, enn í dag voru þetta lögskipaðar leitir. Smalamenn fengu mjög gott veður á fimmtudag og sæmilegt í gær, en einhver smá væta var. Í dag fengu leitarmenn rigningu frá hádegi, talsverð rigning þegar verið var að draga féið í réttinni. Mikið færra fé var í þessum smálamenskum miðað við síðustu ár.

Þrír þýskir smalar leituðu fyrir Sigurstein í Litlu-Ávík. Öll vinna þaug hjá Evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus. Konan Julia er hönnuður fyrir vökvakerfi vélanna hjá Airbus, og maðurinn hennar Mirko er yfir varahlutdeild félagsins, og Gunter vinur þeirra sem er í annarri deild innan félagsins sér um framleiðslu eldflauga, sem er flugframleiðslu ekkert viðkomandi og smiði flugvéla. Þeim þótti voða gaman að fara í þessar göngur, og enda vant útivistarfólk, en aðalánægja þeirra var að hafa fundið hjá flestum að þau hafi gert mikið gagn. Þau þurftu svo að fara suður beint úr réttinni og taka flug út eftir miðnætti.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Hurð á geymslu NA,18-11-08.
  • Séð yfir Ófeigsfjörð-Seljanes-Drangajökull.
  • Íshrafl við Selsker,séð frá Litlu-Ávík.22-08-2009.
  • Vantar pappa á sumstaðar.13-11-08.
Vefumsjón