Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. nóvember 2011 Prenta

Rofum stjórnað með GSM.

Verið að setja hinn nýja spenniskúr upp.
Verið að setja hinn nýja spenniskúr upp.

Eins og kom fram hér á vefnum í gær voru Orkubúsmenn á Hólmavík að skipta um spennistöðvarhús við Bæ í Trékyllisvík.Settir voru nítísku rofar sem hægt er að stjórna með GSM.

Að sögn Þorsteins Sigfússonar svæðisstjóra hjá Orkubúinu á Hólmavík á nú að vera hægt að stjórna þessu í tölvu frá Hólmavík og Ísafirði. Þetta er einmitt hægt með GSM sambandi. Það er eins með þetta, að varaafl fyrir GSM má þá heldur ekki klikka. Með þessum rofum og liðum sem í þeim er verður hægt að stilla þá þannig að þeir leysi út, eftir því hvort bilun er á Gjögursvæðinu eða norðan við stöðina. Þessari stöð er líka hægt að stjórna inni í húsinu sem ekki var hægt áður. Það eru rafgeymar fyrir stýringuna hjá okkur segir Þorsteinn. Þorsteinn segist einnig vona að þetta reynist allt vel, og verði til mikillar bóta fyrir alla notendur í Árneshreppi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Séð yfir Norðurfjörð.
  • Hræran losuð.06-09-08.
  • Næstum búið að klæða þakið.12-11-08.
Vefumsjón