Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 12. febrúar 2011 Prenta

Rommkópar - tálbeita hákarlamanna.

Hákarl sem veiddist á fimmtudaginn síðastliðinn.
Hákarl sem veiddist á fimmtudaginn síðastliðinn.

Vegna hákarlsfréttar í gær þar sem Jón Eiríksson kom með þrjá hákarla að landi,byrti vefútgáfa Morgunblaðsins fréttina,á síðu þeirra var bloggað um fréttina þar sem talað er um hvernig menn beittu í gamla daga,sjá hér.
"Á seinni hluta nítjándu aldar kom til sögunnar ný beita sem íslenzkir hákarlamenn sögðu algjöra byltingu við veiðar á hákarli; voru það litlir selkópar vestan frá Breiðafirði, og voru þeir látnir liggja í pækli í heilu lagi í sterku íláti.

En það merkilega við þessa hákarlabeitu var það, að selkóparnir voru ekki ristir á hol, heldur voru þeir aðeins opnaðir með svolítilli stungu, þegar búið var að veiða þá, og var sterku rommi helt gegnum smuguna inn í kópinn; vínandinn samlagaðist innýflunum og blóðinu og fóru út í spikið; var þess og vandlega gætt , að rommið færi ekki út úr skrokknum aftur og vandlega saumað fyrir opið.

Þegar kóparnir voru teknir upp úr ílátinu voru þeir skornir sundur í smábeitu, og angaði af þeim lyktin er þeir voru opnaðir, enda var ekki tútt um að sumir drykkjumenn langaði til að bragða á romminu, sem inn í þeim var, ef þeir voru alveg vitundarlausir af brennivíni. - Þetta voru nefndir rommkópar og voru þeir einhver hin allra mesta tálbeita fyrir hákarl;.
Heimild Theodór Friðriksson.
Bloggið er hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Stór borgarísjaki ca 8 km A af Gjögurflugvelli 19-09-2004.
  • Hafísmynd frá Skúla Alexanderssyni: Hafþök af hafís á Reykjarfirði 1965. Myndin er tekin frá Djúpavík.
  • Björn og Gunnsteinn.
  • Margrét S Nielsen og Sveinn Sveinsson vertar í Kaffi Norðurfirði.12-03-2012.
  • Bær í Trékyllisvík-19-08-2004.
  • Úr sal.Gestir.
Vefumsjón