Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 25. febrúar 2012 Prenta

Saga Erpsstaða.

Rjómabúið Erpsstöðum.
Rjómabúið Erpsstöðum.
Vefnum Litlahjalla barst nú í vikunni sem er að líða ósk um birtingu á auglýsingu frá Rjómabúinu Erpsstöðum í Dölum sem og vefurinn varð við strax. Til gamans er birt hér af heimasíðu Rjómabúsins frá landnámi þar:
Erpsstaðir eru ein af landnámsjörðum Auðar Djúpauðgu, sem nam land í Dölum vestur. Þegar Auður hafði komið sér fyrir í Hvammi gaf hún nokkrum þræla sinna frelsi og að launum fyrir vel unnin störf fengu þeir starfslokasamning, í formi jarðnæðis. Margir bæjir í Dölum bera nöfn þessara þræla, og þá einkum í Suðurdölum. Má þar nefna Sökkólf, sem fékk Sökkólfsdal allan, Vífil sem fékk Vífilsdal, Hörð, sem fékk Hörðudal, Hunda sem hlaut Hundadal og Erp Meldunsson, þeim þræl sínum er hún unni mest gaf hún Sauðafellsslönd öll, milli Reykjadalsár og Tunguár. Erpur byggði bæ sinn undir hlíðum Sauðafellsins og nefndi hann Erpsstaði. Til gamans má geta þess að Erpur þessi var af konungaættum og var faðir hans Meldun, jarl á Írlandi þegar Erpi var rænt og hann seldur til Íslands. Orðið eða nafnið Erpur, þýðir jarpur. Búskapur hefur verið stundaður óslitið á Erpsstöðum frá því um 880, að því að best er vitað. Sauðafellið hefur í gegnum aldirnar verið ábúendum sínum hliðhollt. Uppi í litla hvamminum, þar sem Erpur byggði sinn bæ og gamla bæjarstæðið er, er mjög mikil veðursæld, hlýtt og jörð mjög frjósöm.Margar sagnir eru til af dæmum um veðursældina. T.d. einhverju sinni er bændur á Sauðafelli héldu til gegninga í fjárhúsum sem stóðu sunnanundir Sauðafellsbænum, var mikið kafald og ekki hægt að beita út kindum þann daginn. Einn vinnumanna frá Sauðafelli, gekk fram hjá gegningahúsunum í bylnum en þegar hann hafði gengið áleiðis að Erpsstöðum, fór að rofa til og viti menn veðrið á Erpsstöðum var með þeim hætti að bóndinn þar sat í rólegheitum yfir sínu fé á beit. Sauðfellingurinn snéri inn í veðrið og komst heim aftur og greyndi frá. Mestan hluta 20 aldar var búið á Erpsstöðum með blandaðan búskap, þ.e. kýr og kindur. Nánar á vef Rjómabúsins hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Kaupfélagshúsið-Íbúðir- Reykjaneshyrna í baksýn. Mynd 20-02-2017.
  • Séð yfir Ófeigsfjörð-Seljanes-Drangajökull.
  • Borgarísjakinn útaf Lambanesi 30-09-2017.
  • Smiðir  vinna að undirbúngi á þaki 11-11-08.
Vefumsjón