Sala háhraðanettenginga hafin víða á Vestfjörðum.
Fréttatilkynning.
Sala háhraðanettenginga hefst mánudaginn 9. nóvember n.k. til 175 staða í Súðavíkurhrepp, Ísafjarðarbæ, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhrepp, Reykhólahrepp og hluta Dalabyggðar
Nánar tiltekið þá er um að ræða staði á eftirfarandi svæði:
- Allir staðir á lista sjóðsins í: Súðavíkurhrepp, Ísafjarðarbæ, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhrepp og Reykhólahrepp.
- Staðir sem tengjast símalínum frá Leysingjastöðum og Máskeldu í Dalabyggð.
- Staðir í Strandabyggð vestan Steingrímsfjarðarheiðar.
Auk símstöðvanna á Leysingjastöðum og Máskekeldu verður settur upp ADSL búnaður í símstöðina í Króksfjarðarnesi. Auk þess verða víða settir upp 3G sendar á þessu svæði.
Auk ofangreinds er sala hafin til 725 skilgreindra staða í sveitarfélögunum Skagafirði, Akrahreppi, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgárbyggð, Eyjafjarðarsveit, Þingeyjarsveit, Skútustaðarhreppi, Norðurþingi, Langanesbyggð, Árneshreppi, Bæjarhreppi, Kaldrananeshreppi og Strandabyggð.
Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á vefnum: www.fjarskiptasjodur.is