Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. október 2013 Prenta

Samgöngumál.

Frá vegagerð í Árneskróknum nú í haust.
Frá vegagerð í Árneskróknum nú í haust.

 58. Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið 11. og 12 október 2013 í Trékyllisvík krefst þess að forgangsröðun stjórnvalda beinist áfram að bættum samgöngum á Vestfjörðum.

Í markmiðum Samgönguáætlunar 2011-2022, sem samþykkt var á Alþingi vorið 2012, segir:  „Samgöngur tengja saman fólk og byggðir. Í samræmi við sóknaráætlun og svæðaskiptingu landsins verði við forgangsaröðun framkvæmda tekið mið af þörfum einstakra svæða fyrir bættar samgöngur til að efla sveitarfélög, styrkja hvert svæði og landið allt.“

Vestfirðingar njóta enn ekki þess sem aðrir landsmenn hafa fengið, sem er að tengja allar byggðir aðalþjóðvegakerfi landsins með heilsársvegi og að tengja saman helstu þéttbýlissvæði á Vestfjörðum.

Til að það náist fram þarf:

  1. Að klára      vegagerð um Gufudalssveit í Barðastrandarsýslu á Vestfjarðavegi 60.
  2. Að standa      við áætlanir um gerð Dýrafjarðarganga 2015-2018 og vinna samhliða að      endurgerð  vegar um Dynjandisheiði.
  3. Að standa    við áætlanir um uppbyggingu nýs vegar í Árneshreppi í áföngum. Tryggja      þarf fjármagn til að  flýta      framkvæmdum á Veiðileysuhálsi og Bjarnafjarðarhálsi.
  4. Að jarðgöng      á milli Ísafjarðar og Súðavíkur komist inn á samgönguáætlun, sem      næstu  jarðgöng á eftir Dýrafjarðargöngum.

Þar að auki leggur Fjórðungsþing áherslu á.

  1. Nýjan veg út á Látrabjarg
  2. Hækkað þjónustustig við snjómokstur á vegum á Vestfjörðum um einn      flokk.
  3. Að skilgreindur verðir hringvegur nr 2. sem nær frá þjóðvegi 60 við      Bröttubrekku um Vestfirði og tengist aftur hringveginum um þjóðveg 61 við      Staðarskála.

 

Þá eru endurbætur vega og bætt aðgengi að helstu ferðamannaperlum Vestfjarða brýn nauðsyn, bæði út frá sjónarmiði öryggis og til eflingar ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Viðhald vegakerfisins er mikilvægur öryggisþáttur sem ekki má gleymast.

Fjórðungsþing Vestfirðinga leggur áherslu á að hvergi verði kvikað frá þeirri framkvæmdaáætlun sem Alþingi samþykkti 2012 og felur í sér flýtingu framkvæmda við Dýrafjarðargöng og á Dynjandisheiði á árunum 2015-2018. Ennfremur að tryggt verði fjármagn á samgögnuáætlun til að ljúka framkvæmdum á Vestfjarðarvegi 60 um Gufudalssveit.  Ríkisstjórn Íslands ber að vinna í samræmi við vilja þjóðarinnar, sem endurspeglast í samþykkt Alþingis. Aðstæður á Vestfjörðum kalla á bættar samgöngur sem eru forsenda þróunar og framfara í atvinnumálum og byggðamálum fjórðungsins.

Um leið og Fjórðungsþing metur vel þá áfanga sem unnist hafa á síðustu árum og framkvæmdir sem nú sér fyrir endann á í Steingrímsfirði og í Múlasveit í Barðastrandadarsýslu, þá hrópa allar aðstæður í atvinnulífi og mannlífi á Vestfjörðum á það, að landshlutinn njóti forgangs í vegamálum á næstu árum, þar til markmiðum Samgönguáætlunar um jákvæða byggðaþróun verði náð

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Stakur borgarísjaki 3. KM NA af Reykjaneshyrnu. 02-01-2018.
  • Gunnar-Steini-Sigursteinn og Gunnsteinn.
  • Bílskúrseining sett á sinn stað.28-10-08.
  • Barðakot í Norðurfirði-24-07-2004.
Vefumsjón