Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. desember 2014 Prenta

Samgöngur ganga ílla við Árneshrepp.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.

Mikil ófærð er nú í Árneshreppi og veður válind. Ekkert hefur verið flogið síðan á föstudaginn 12. desember. Reynt hefur verið með flug til Gjögurs undanfarna daga,og eins er það í dag en flugi hefur verið aflýst í dag. Mikill snjór er á flugbrautinni eins og annarsstaðar,alltaf er verið að moka. Það snjóaði mikið í gær og en snjóar í dag. Flug verður reynt á morgun ef veður leifir og þarf að fara tvær ferðir. Talsvert af vörum eru fyrir sunnan í útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði. Svo og einnig póstur sem er nú að aukast fyrir jólin.

Vegagerðin á Hólmavík ætlaði að opna norður í dag,en varð að hætta við vegna veðurs. Fólk sem er fyrir sunnan bíður eftir að komast norður á sínum bílum nú fyrir jól. Eins eru farþegar fyrir sunnan sem bíða eftir að komast flugleiðis heim.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Árneskirkja hin eldri:21-06-2010.
  • Gunnsteinn og Hilmar.
  • Hrafn stíngur í jarðvegin.22-08-08.
  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Saumaklúbbur á Bergistanga 15-01-2011.
Vefumsjón