Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. janúar 2009
Prenta
Saumaklúbbarnir byrjaðir.
Í gærkvöld var fyrsti saumaklúbburinn haldinn í Bæ í Trékyllisvík,hjá Guðbjörgu Þorsteinsdóttur og þeim Pálínu Hjaltadóttur og Gunnari Dalkvist.
Góð mæting var og sem venjulega voru konur við hannyrðir enn karlar tóku í spil.
Ekki má gleyma að minnast á hið mikla kaffihlaðborð sem eru í restina hjá öllum sem halda þessa ágætu klúbba.
Síðan halda þessir vinsælu saumaklúbbar áfram fram á vor,yfirleitt hálfsmánaðarlega.