Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. mars 2018
Prenta
Sérkennileg snjóalög.
Það var dálítið sérkennileg snjóalög í fjöllum sem snúa á móti norðri eða norðaustri eftir slydduna og snjókomuna um morguninn 23. Þetta er eins og bein rönd frá í um þrjú hundruð metra hæð í fjöllum, en ofar er snjólínan ekki samfeld. Veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík telur þetta vera útaf því að þegar byrjaði að snjóa þá var um tveggja stiga hiti á láglendi en ofar var komið frost og þar náði snjó að skafa í vindinum, en neðar festi því snjórinn var blautari. Þumalputtareglan segir að það kólni um eina gráðu við hverja hundrað metra.
Þetta ætti nú að sjást á þessum tveim myndum, Örkin til vinstri og Finnbogastaðafjall til hægri.