Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. mars 2018 Prenta

Sérkennileg snjóalög.

Örkin 634 m.
Örkin 634 m.
1 af 2

Það var dálítið sérkennileg snjóalög í fjöllum sem snúa á móti norðri eða norðaustri eftir slydduna og snjókomuna um morguninn 23. Þetta er eins og bein rönd frá í um þrjú hundruð metra hæð í fjöllum, en ofar er snjólínan ekki samfeld. Veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík telur þetta vera útaf því að þegar byrjaði að snjóa þá var um tveggja stiga hiti á láglendi en ofar var komið frost og þar náði snjó að skafa í vindinum, en neðar festi því snjórinn var blautari. Þumalputtareglan segir að það kólni um eina gráðu við hverja hundrað metra.

Þetta ætti nú að sjást á þessum tveim myndum, Örkin til vinstri og Finnbogastaðafjall til hægri.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Kort Árneshreppur.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og ca 6 km A af Sæluskeri.
  • Saumaklúbbur í Bæ þann 09-01-2009.
  • Séð að Felli 15-03-2005.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
Vefumsjón