Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. janúar 2017 Prenta

Sérstökum byggðastyrk úthlutað til lagningar ljósleiðara.

Haraldur Benediktsson kynnti úthlutun byggðastyrkja ásamt Karli Björnssyni og Ólafi E. Jóhannssyni. (Mynd af vef Innanríkisráðuneytisins.)
Haraldur Benediktsson kynnti úthlutun byggðastyrkja ásamt Karli Björnssyni og Ólafi E. Jóhannssyni. (Mynd af vef Innanríkisráðuneytisins.)
1 af 2

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur ákveðið með vísan til markmiða byggðaáætlunar og umsagnar stjórnar Byggðastofnunar að verja allt að 100 m.kr. úr fjárveitingu byggðaáætlunar til að styrkja sérstaklega uppbyggingu ljósleiðarakerfis í strjálbýlum sveitarfélögum. Þessi fjárveiting kemur til viðbótar 450 m.kr. úthlutun fjarskiptasjóðs til verkefnisins Ísland ljóstengt 2017.

Tilgangur þessa viðbótarstyrks í verkefnið er að styrkja samkeppnisstöðu sveitarfélaga við umsókn þeirra til fjarskiptasjóðs til að hefja ljósleiðarauppbyggingu. Styrkumsóknir vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017 verða lesnar upp á opnunarfundi í innanríkisráðuneytinu 1. febrúar kl. 13.

Haraldur Benediktsson, alþingismaður og formaður fjarskiptasjóðs, kynnti verkefnið ásamt Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Ólafi E. Jóhannssyni, aðstoðarmanni ráðherra.

Í ljósi þess að fjárhagur sveitarfélaga er mismunandi hefur verið ákveðið að styrkja samkeppnisstöðu tiltekinna sveitarfélaga gagnvart umsóknum í samkeppnispott fjarskiptasjóðs. Þetta er gert í þeim tilgangi að gera strjálbýlum sveitarfélögum hægara um vik að hefja ljósleiðarauppbyggingu.

Helstu forsendur við úthlutun styrkjanna voru þéttleiki styrkhæfra svæða, hlutfall staða sem eru ótengdir, þróun íbúafjölda árin 2005 til 2015, ferðatími til þjónustukjarna og samgöngur, fjárhagsstaða sveitarfélags og meðaltekjur þess á íbúa. Gefin voru stig út frá þessum forsendum og sveitarfélög með fæst stig lentu efst í forgangsröðun. Óráðstafaður byggðastyrkur getur flust milli ára.

Karl Björnsson, sem tekið hefur virkan þátt í undirbúningi málsins, lýsti ánægju með þessa ákvörðun ráðherra og sagði að ljósleiðaravæðing landsins, að hans mati og margra annarra, væri einn veigamesti þátturinn til að bæta, styrkja og jafna búsetuskilyrði á Íslandi.

„Sveitarfélögin hafa ekki lögbundnar skyldur til að leggja fram fjármagn í slíka framkvæmd en engu að síður meti flest þeirra stöðuna þannig að það sé nauðsynlegt til að tryggja þessa uppbyggingu enda verði þau að leggja til fé á móti fjárframlögum Fjarskiptasjóðs svo þau fáist úr sjóðnum. Það er í reynd samkeppni á milli sveitarfélaga um fjármagnið frá Fjarskiptasjóði. Þar sem að fjárhagsstaða sveitarfélaga er svo mis sterk þá er staða þeirra ójöfn í þessari samkeppni. Til að jafna hana er nauðsynlegt að veita byggðastyrki eins og þá sem ráðherra hefur samþykkt. Með þeim mun ljósleiðaravæðingin dreifast víðar en annars væri og uppbyggingin verða hraðari.“

Árneshreppur er ekki inn í þessari mynd, aðeins í Strandasýslu eru Strandabyggð og Kaldrananeshreppur. Sjá kort eftir aðalmynd af þeim stöðum sem fá byggðastyrk til ljósleiðara væðingar.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Ágústa og Þórólfur í Sparisjóðnum.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Ísrek í Ávíkinni
  • Munaðarnes-Drangaskörð í baksýn-2003.
  • Áfram er steypt.06-09-08.
Vefumsjón