Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 28. mars 2015 Prenta

Sex álftir á Ávíkinni.

Álftirnar við Ávíkurána.
Álftirnar við Ávíkurána.
1 af 2

Fjórar eða sex álftir hafa verið á Ávíkinni annað slagið og eru komnar fyrir nokkru. Þetta er alltaf viss vorboði þegar álfirnar eru mættar. Það var engu líkara en þær hafi komið í morgun til myndatöku,því þegar var búið að taka myndir af þeim,flugu þrjár þeirra upp á tún.

Í Frjálsa alfræðiritinu segir: Íslenskar álftir dvelja flestar á Bretlandseyjum  yfir vetrarmánuðina en kringum tíundi hluti hefur vetursetu á Íslandi aðallega á Suður-og Suðvesturlandi og Mývatni. Á Reykjavíkurtjörn eru einnig venjulega nokkrir tugir fugla. Álftin er með fyrstu farfuglum, þær fyrstu sjást yfirleitt á Suðausturlandi í byrjun mars. Álftir eru mjög áberandi fuglar enda alhvítar með svarta fætur og dökk augu. Kynin eru eins í útliti en karlfuglinn er þó stærri og þyngri. Goggurinn er svartur með gulri rót, langan, beinan háls, flatan búk og afturhallandi stél á sundi. Flugið er kröftugt með hægum og sterklegum vængjatökum. Hún teygir hálsinn beint fram á flugi en heldur honum lóðréttum á sundi. Til að hefja sig til flugs hleypur hún á vatninu enda mikill og þungur fugl.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Úr myndasafni

  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Hilmar Hjartarson tók á móti gestum með harmonikkuleik.
  • Drangar-12-08-2008.
  • Djúpavíkurverksmiðjan-11-09-2002.
  • Snjóblástur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
Vefumsjón