Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 9. febrúar 2013 Prenta

Siglingar hefjast á ný frá Norðurfirði á Strandir.

Það verður fallegt að taka stefnuna út frá Norðurfirði á vit ævintýranna norður á Strandir í sumar.
Það verður fallegt að taka stefnuna út frá Norðurfirði á vit ævintýranna norður á Strandir í sumar.
1 af 2
Ferðaþjónustan Urðartindur í Norðurfirði er nú að hefja sitt fjórða starfsár. Árið 2010 voru byggð tvö smáhýsi sem notið hafa mikilla vinsælda. Í fyrrasumar var hlöðunni í Norðurfirði breytt þannig að á neðri hæðinni er góð inniaðstaða fyrir tjaldgesti og aðra ferðamenn með snyrtingu og á efri hæðinni eru fjögur herbergi með baði. Gengið er inn í herbergin af svölum með útsýni yfir Norðurfjörð í átt að Reykjarneshyrnu. Um síðustu mánaðamót keypti Ferðaþjónustan Urðartindur farþegabát sem ætlaður er til siglinga með ferðamenn á Hornstrandir auk þess sem stefnt er að því að bjóða upp á sögutengdar útsýninnsiglingar um nágrenni Norðurfjarðar. Þar er af nægu að taka þar sem saga svæðisins er einstök. Má þar nefna galdra og galdrabrennur, sögur af tröllum, landnámsmönnum, útilegumönnum auk annarra þjóðsagna.

Á dögunum var ný heimasíða Urðartinds opnuð á vefslóðinni www.urdartindur.is en þar má finna frekari upplýsingar um þjónustu Urðartinds auk þess sem þar er fullkomin bókunarvél sem auðveldar ferðamönnum að bóka gistingu. Það er bjart yfir ferðaþjónustunni í Árneshreppi og Urðartindur stefnir á að koma með einhverjar nýjungar á hverju ári.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
  • Hafskipabryggjan Norðurfirði-06-07-2004.
  • Drangajökull séð frá Litlu-Ávík.05-02-2008.
Vefumsjón