Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. ágúst 2015 Prenta

Skriður á Kjörvogshlíð.

Rétt innan við Kjörvog.
Rétt innan við Kjörvog.
1 af 11

Það er engu líkara enn Kjörvogshlíðin hafi hlaupið fram meira og minna. Það er skriða við skriðu, sumar litlar aðrar mjög stórar og eða þá spýjur á milli. Þetta er ekkert annað en náttúruhamfarir. Nú um hálf tvö í dag tókst Vegagerðinni að komast í gegn um þessar skriður, en mikil vinna er fyrir höndum næsu daga að hreinsa þetta allt saman. Þetta eru miklar skriður miðað við það sem er norður frá, enda Kjörvogshlíðin þekkt fyrir skriðföll og snjóflóð, en þvílíkt og annað eins. Myndirnar sem koma hér með voru teknar eftir hádegið um það leyti sem vegur opnaðist.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Barðakot í Norðurfirði-24-07-2004.
  • Afmælisbarnið Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason eiginmaður hennar.
  • Mikil froða eða (sælöður),myndaðist í Ávíkinni í miklu brimi í óveðrinu 10. september 2012,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
  • Jón Guðbjörn ætlar að fara að mæla sjávarhita. Mynd Kristín Bogadóttir.30-10-2015.
Vefumsjón