Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 30. apríl 2008 Prenta

Skrýtinn snjómokstur innansveitar.

Hjólaskófla hreppsins.
Hjólaskófla hreppsins.

Einkennilegur mokstursdagur var hér í Árneshreppi innansveitar í dag.

Í fyrradag á mánudag var flugdagur en ekki tókst að fljúga þá vegna snjókomu og stóð hún yfir allan dagin,en í gær á þryðjudag var svo flogið á Gjögur eftir að stiiti upp fyrir hádegið.

Mokstursdagar innansveitar eiga að fara eftir flugi,en í gær var ekki mokað hér innansveitar þótt flug væri og talsverð ófærð frá Norðurfirði og til Trékyllisvíkur en minna þaðan og til Gjögurs.

Bíl sem kemur út á flugvöll að sækja vörur fyrir útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði komst rétt svo og minni bílar drógu kviðin eða lentu í vandræðum.

Eftir viðtal við eftirlitsmann Vegagerðarinnar hér innansveitar,sagði hann ekkert hafa vitað að flug stæði yfir og slæmt veður hefði verið um morgunin,sem reyndar er rétt en engin úrkoma hefur verið frá hádegi í gær.

Eftirlitsmaður á að vita það að alltaf er flogið dagin eftir ef ekki tekst flug á áætlunardegi.

Ef við í Árneshreppsbúar þurfum að fá mokað eftir dintum þessa eftirlitsmanns Vegagerðarinnar að ekki sé mokað ef hann kemst á stórum jeppa í eftirlitsferðum sínum,þá er það slæmt mál að þurfa að búa við.

Auðvitað fögnum við hreppsbúar mokstri þá komust við vandræðalaust um,ekki þurfti að moka í dag vegna viðskiptavina við kaupfélagið því það er lokað á miðvikudögum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
  • Gunnsteinn Gíslason.
  • úr eldhúsi,matur borinn fram.
Vefumsjón