Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. mars 2014 Prenta

Skúli mennski á Mölinni.

Skúli. Tónleikarnir fara fram á Malarkaffi á Drangsnesi og opnar húsið kl.21:00.
Skúli. Tónleikarnir fara fram á Malarkaffi á Drangsnesi og opnar húsið kl.21:00.
Með hækkandi sól rís Mölin úr rekkju og býður til veislu með hússtjórnarskólagengna Ísfirðingnum Skúla mennska laugardagskvöldið 8. mars. Skúli mennski er framsækinn og metnaðarfullur texta- og lagahöfundur og flytjandi sem býður uppá sérsniðnar tónlistarlausnir fólk og furðuskepnur af öllum stærðum og gerðum. Hann er einkarekinn í almannaþágu og heiðrar nú á laugardag Strandamenn með einstakri nærveru sinni. 

Skúli hefur komið víða við í tónleikahaldi bæði einn síns liðs og studdur af hljómsveitunum Sökudólgunum, Grjót og Þungri byrði. Á síðustu árum hefur Skúli meðal annars gefið út plöturnar Búgí og Blúsinn í fangið sem gefa nokkuð góð fyrirheit um eðli tónlistarinnar sem Skúli flytur. Gráglettin og vönduð textagerð er eitt aðalsmerki Skúla mennska og mega gestir Malarinnar búa sig undir að hlæja, gráta, upplifa og opinberast á góðri kvöldstund með góðum dreng enda eru kjörorð Skúla frelsi, virðing og góð skemmtun.

Tónleikarnir fara fram á Malarkaffi á Drangsnesi og opnar húsið kl.21:00 og tónleikar hefjast um hálftíma síðar. Á undan Skúla mun tónlistarmaðurinn Borko, venju samkvæmt, leika nokkur lög,

Miðaverð er 2000 kr.

Frekari upplýsingar veitir Björn Kristjánsson í s. 8645854.

Mölin er tónleikaröð sem hóf göngu sína haustið 2012 og eru tónleikar Skúla mennska níundu tónleikarnir í röðinni. Mölin er haldin í góðu samstarfi við Malarhorn og studd af Menningarráði Vestfjarða.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Sælusker(Selsker)-06-07-2004.
  • Frá Ófeigsfirði.Mynd Jóhann
  • Þá er síðasti flotinn fundinn út af Nestanganum.
  • Súngið af mikilli raust.
  • Húsið fellt 19-06-2008.
Vefumsjón