Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. mars 2009 Prenta

Skýrsla vinnuhóps um mat á þörf á fyrir þrífösun í dreifikerfum Rarik og Orkubús Vestfjarða.

Orkubú Vestjarða á Hólmavík.mynd strandir.is
Orkubú Vestjarða á Hólmavík.mynd strandir.is

Vinnuhópur sem skipuð var af iðnaðarráðherra til að meta þörf á tengingu við þriggja fasa rafmagn á landsbyggðinni hefur skilað af sér skýrslu um málið.

Í vinnuhópnum áttu sæti þau Helga Barðadóttir, iðnaðarráðuneyti, formaður, Halldór V. Magnússon, Orkubúi Vestfjarða og Pétur Þórðarson, Rarik. Með vinnuhópnum starfaði Kjartan Rolf Árnason, Rarik.

Niðurstöður skýrslunnar eru þær helstar að enn vantar töluvert upp á að fullnægt sé þörfum um aðgang að þriggja fasa rafmagni og ljóst að miðað við sama hraða endurnýjunar mun það taka allt að 20 ár að koma á þriggja fasa rafmagni um allt land. Í því sambandi er nauðsynlegt að hafa í huga að þegar rætt er um uppbyggingu á þriggja fasa dreifikerfi að sú uppbygging helst í hendur við almenna endurnýjun og uppbyggingu á dreifikerfinu og er sjaldnast um sérstakar aðgerðir að ræða sem einvörðungu snúa að því að tengja þriggja fasa rafmagn.

Nefndin telur að efni skýrslunnar geti nýst orkufyrirtækjunum við forgangsröðun sinna verkefna hvað varðar endurnýjun í dreifikerfinu. Ljóst má vera að verði fyrirtækjunum gert að hraða endurnýjun án þess að leggja þeim til sérstaka fjármuni til verksins mun það óhjákvæmilega leiða til hækkunar á raforkuverði þeirra.

Skýrsluna má lesa hér Skýrslan

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur á Bergistanga 15-01-2011.
  • Gunnsteinn Gíslason og Ólafur Thorarensen.
  • Gamla hreppstjórahúsið á Eyri-24-07-2004.
  • Enn rauk úr rústunum 17-06-2008.
  • Búið að klæða á milli bílskúrs og aðaldyra,03-12-2008.
Vefumsjón