Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. júlí 2013 Prenta

Sláttur hófst í vikunni.

Heyskapur á Finnbogastöðum.
Heyskapur á Finnbogastöðum.
1 af 4

Nokkrir bændur hófu slátt í vikunni hér í Árneshreppi. Þeir sem slógu í byrjun vikunnar fengu brakandi þurrk og hlítt veður með suðvestan kalda,hitinn fór í 18 og 19 stig á þriðjudag og miðvikudag. Bændur sem voru að slá í vikunni voru að slá tún sem borin verður á áburður aftur og slegin seinni sláttur. Þetta er nú ekki vel sprottið en samt skárra en í fyrra,sumstaðar eru einhverjar kalskellur í túnum bænda,en mjög misjafnt eftir bæjum.  Nú er vætutíð byrjuð aftur og kaldara veður fram yfir helgi. Þegar styttir upp hefst sláttur hjá bændum að fullu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Júní »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Úr myndasafni

  • Bátar í Litlu-Ávík.
  • Allt sett í stóra holu.
  • Hafísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eðu um 6 km A af Selskeri.18-01-2010.
  • Árnesey-06-08-2008.
Vefumsjón