Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. október 2009 Prenta

Snjómokstur í Árneshreppi ræddur á Alþingi.

Frá snjómokstri í vor.
Frá snjómokstri í vor.

MBL.ÍS
Samgönguráðherra gat ekki á Alþingi lofað því, að snjó verði mokað reglulega af vegum í Árneshreppi í vetur en sagði að þau mál verði skoðuð á næstu vikum. Vandamálið í Árneshreppi væri vegurinn þangað og erfitt sé að halda honum opnum ef eitthvað snjóar þar.

Icesave-samkomulagið hefur svifið yfir vötnunum á Alþingi í dag en í fyrirspurnartíma í morgun sagðist Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, vilja fara á næsta bæ við, snjómokstur í Árneshreppi.

Sagði Ásmundur Einar, að íbúar í þeim hreppi ættu rétt á því að komast leiðar sinnar eins og aðrir. Undanfarin ár hefði vegurinn verið mokaður tvisvar í viku að jafnaði fyrir áramót en eftir áramót hefði verið mokað eftir  geðþóttaákvörðunum og hópefli íbúanna, sem hefðu náð því fram að mokað væri kannski einu sinni í mánuði.  

Kristján L. Möller, samgönguráðherra, sagði að skoða þyrfti allar snjómokstursreglur út af niðurskurði líkt og ferjusiglingar, flug, rútuáætlanir og rekstur Vegagerðar. „En ég vil taka skýrt fram að ég  hugsa alltaf vel til Árneshrepps, þessa minnsta sveitarfélags landsins," sagði Kristján.
Þetta er af vef www.mbl.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Stóra-Ávík-23-07-2008.
  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
  • Unnið í minni sperrum og rétt af.06-11-08.
Vefumsjón