Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 28. desember 2009
Prenta
Snjómokstur og næstsíðasta flug fyrir áramót.
Mokað var hér innansveitar frá Norðurfirði og til Gjögurs í morgun.
Byrjað var snemma að moka því allmikill snjór er á vegum eftir mikla snjókomu í gær.
Einnig var talsverður mokstur á Gjögurflugvelli.
Næstsíðasta flug var á Gjögur í dag fyrir áramót hjá flugfélaginu Ernum en síðasta flug verður á miðvikudaginn 30 desember.
Myndatökumaður Litlahjalla tók nokkrar myndir í góða veðrinu í dag þegar hann var í póstferðinni.