Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. mars 2010 Prenta

Söluskáli og verslun sameinuð hjá KSH.

Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík.
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík.
Ákveðið var á stjórnarfundi Kaupfélags Steingrímsfjarðar nú um miðjan febrúar að fara í viðamiklar breytingar og endurskipulagningu á rekstri félagsins á Hólmavík. Fela þær breytingar í sér að rekstur söluskála og verslunar KSH verður sameinaður undir einu þaki í húsnæði Kaupfélagsins að Höfðatúni 4.  Til að þetta sé mögulegt er nauðsynlegt að byggja við norðurenda húsnæðisins, og er ætlunin að sú viðbygging rými veitingasal söluskálans. Stefnt er á að byrja framkvæmdir í vor eða snemmsumars og að nýr söluskáli verði tekinn í notkun að vori 2011.

Þessi endurskipulagning kallar á talsverðar breytingar á tilhögun verslunar- og lagerrýmis í húsnæði KSH þar sem fyrirsjáanlegt er að núverandi verslunarrými muni að hluta nýtast undir söluskála og sameiginlegs anddyris verslunar og söluskála. Að sjálfsögðu verður leitast við að þessar framkvæmdir trufli sem minnst starfsemi Kaupfélagsins og valdi viðskiptavinum þess sem minnstu raski.

Í sambandi við þessar breytingar leitar Kaupfélag Steingrímsfjarðar eftir starfsmanni til u.þ.b. 6 mánuði til að aðstoða við framkvæmdir og endurskipulagningu á verslunar- og lagerrýmum, ásamt því að sinna almennum störfum og sinna afleysingum í byggingarvörudeild félagsins. Þeir sem áhuga hafa geta nálgast frekari upplýsingar hjá kaupfélagsstjóra, í síma 455-3101 eða á netfanginu jon@ksholm.is. Umsóknarfrestur er til loka dags mánudagsins 8. mars og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Veiga í Íngólfsfirði talar við ferðahópinn.
  • Sigursteinn hifir plötur á þak,á þaki eru-Gulli Hrafn og Íngólfur.
  • Naustvík-16-08-2006.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og ca 6 km A af Sæluskeri.
Vefumsjón