Söluskáli og verslun sameinuð hjá KSH.
Þessi endurskipulagning kallar á talsverðar breytingar á tilhögun verslunar- og lagerrýmis í húsnæði KSH þar sem fyrirsjáanlegt er að núverandi verslunarrými muni að hluta nýtast undir söluskála og sameiginlegs anddyris verslunar og söluskála. Að sjálfsögðu verður leitast við að þessar framkvæmdir trufli sem minnst starfsemi Kaupfélagsins og valdi viðskiptavinum þess sem minnstu raski.
Í sambandi við þessar breytingar leitar Kaupfélag Steingrímsfjarðar eftir starfsmanni til u.þ.b. 6 mánuði til að aðstoða við framkvæmdir og endurskipulagningu á verslunar- og lagerrýmum, ásamt því að sinna almennum störfum og sinna afleysingum í byggingarvörudeild félagsins. Þeir sem áhuga hafa geta nálgast frekari upplýsingar hjá kaupfélagsstjóra, í síma 455-3101 eða á netfanginu jon@ksholm.is. Umsóknarfrestur er til loka dags mánudagsins 8. mars og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.