Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. júní 2013 Prenta

Starf félagsmálastjóra er laust til umskóknar.

Félagsþjónusta Stranda- og Reykhóla í samvinnu við Hagvang auglýsa lausa til umsóknar stöðu félagsmálastjóra. Umsóknarfrestur er til 18. júní 2013.

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps var stofnuð 1. febrúar 2011. Fjögur sveitarfélög sameinast um félagsþjónustuna en það eru Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur. Félagsmálastjóri hefur aðsetur á Hólmavík en hefur auk þess haft fasta viðveru á Reykhólum einn dag í viku. Sex málaflokkar heyra undir félagsmálastjóra en þeir eru:
 • Barnavernd 
 • Félagsleg heimaþjónusta
 • Félagsleg ráðgjöf 
 • Fjárhagsaðstoð
 • Málefni aldraðra 
 • Málefni fatlaðra

Starfið:

Félagsmálastjóri hefur umsjón með framkvæmd stefnumörkunar í þeim málum sem heyra undir hans málafokk og eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða um félagsþjónustu. Hann situr i verkefnahópi Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, hefur yfirumsjón með barnaverndarmálum samkæmt barnaverndarlögum nr 80/2002 og sér um eftirfylgd og ráðgjöf samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr 40/1991. Félagsmálastjóri vinnur náið með sameiginlegri velferðarnefnd sveitarfélaganna fjögurra, hefur yfirumsjón með fundum nefndarinnar auk þess að sitja í þverfaglegum teymum og ráðum. Félagsmálastjóri ber ábyrgð á rekstri Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps, gerð fjárhagsáætlana auk annarra tilfallandi verkefna sem heyra undir hans fagsvið.

Helstu hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla og framhaldsmenntun í stjórnun æskileg
 • Reynsla af starfi við félagsþjónustu, málefni fatlaðra eða sambærileg störf mikilvæg
 • Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulagshæfileika
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Leitað er eftir einstaklingi sem hefur vija og getu til að leiða áframhaldandi uppbyggingu og þróun á félagsþjónustu á svæðinu. Starfið krefst ferðalaga um svæðið og þarf félagsmálastjóri að hafa bílpróf og bíl til umráða.

Nánari upplýsingar:
Þórir Þorvarðarson, thorir@hagvangur.is

 

Umsóknarfrestur:
Til og með 18.6.2013

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

 • Næstum búið að klæða þakið.12-11-08.
 • Sigursteinn hifir plötur á þak,á þaki eru-Gulli Hrafn og Íngólfur.
 • Mikil froða eða (sælöður),myndaðist í Ávíkinni í miklu brimi í óveðrinu 10. september 2012,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
 • Afmælisbarnið og gestir.
 • Séð til Reykjaneshyrnu og Ávíkurnar.
Vefumsjón