Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. janúar 2015 Prenta

Stefnumótun fyrir Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019.

Sóknaráætlun Vestfjarða heldur áfram.
Sóknaráætlun Vestfjarða heldur áfram.

Fréttatilkynning frá Fjórðungssambandi Vestfjarða: Nú er komið að því að vinna stefnumótunarvinnu fyrir Sóknaráætlun Vestfjarða árin 2015-2019, í samræmi við fyrirhugaðan samning milli ríkis og sveitarfélaganna um þetta efni. Ákveðið hefur verið að halda þrjá opna fundi á Vestfjörðum til að safna hugmyndum og forgangsraða þeim. Um er að ræða fundi sem öllum er heimilt að mæta á og taka þátt í vinnunni. Uppkast að áætluninni verður svo birt á vefnum í framhaldinu og þá verður einnig hægt að gera athugasemdir og koma með tillögur. Allir fundirnir hefjast kl. 15:00 og standa að hámarki í þrjá tíma. Kaffi verður á boðstólum í hléi. Fundarstaðir og fundartímar eru eftirfarandi:

12. jan (mánudagur), kl. 15:00 – Félagsheimilinu á Patreksfirði

13. jan (þriðjudagur), kl. 15:00 – Félagsheimilinu á Hólmavík

14. jan (miðvikudagur), kl. 15:00 – Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði

Nánar hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Veiga í Íngólfsfirði talar við ferðahópinn.
  • Kristján Guðmundsson grefur fyrir kapli og ljósastaur.13-11-08.
  • Fullfrágengið í kringum glugga,SA hlið.18-12-2008.
  • Gamla bryggjan og uppskipunarbátur í ísnum.
  • Spýtan og súlan eftir.
  • Finnbogastaðir brenna,16-06-2008.
Vefumsjón