Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 4. febrúar 2017 Prenta

Stingur upp á starfslaunasjóði blaðamanna.

Gunnar Smári Egilsson.
Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári Egilsson, útgefandi og annar ritstjóri Fréttatímans, leggur til að ríkið stofni starfslaunasjóð blaðamanna frekar en að styrkja einkafyrirtæki með þröngu eignarhaldi. Þetta kemur fram í bréfi sem hann hefur sent formanni nefndar sem á að skila tillögum um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Bréfið birtir Gunnar Smári í hópnum Fjölmiðlanördar á Facebook.

 Gunnar Smári leggur út af starfslaunasjóði rithöfunda og segir þá styrki bæta hag allra sem koma að bókaútgáfu: rithöfunda, útgefanda, prentara og afgreiðslufólks í bókabúðum. Hann segir að vilji hið opinbera styrkja fjölmiðla sé þetta besta leiðin. Þannig megi styrkja frjálsa og óháða blaðamennsku með því að blaðamenn geti sótt um þriggja, sex, níu eða tólf mánaða laun til að vinna vinnu sína. Síðan yrði samkomulagsatriði blaðamanna og útgefenda um hvernig efnið yrði sett á markað - það yrði utan afskipta ríkisins. 

Í bréfi sínu segir Gunnar Smári að styrkir til útgefenda myndu leiða til meiri fábreytni, minni framleiðslu og myndi bera lakari árangur. Hann varar sérstaklega við því að ríkið styrki einkafyrirtæki í þröngu. Hér má sjá fréttina í heild á RÚV.is

"Ég skil ekki hvað Gunnar Smári er að fara út í þarna, því verið er að tala um styrk til lítilla fjölmiðla en ekki eins og hans miðiðils, hné mbl.is, rúv.is, dv.is . Heldur hefur vefstjóri Litlahjalla skilið þetta sem svo að við á þessum litlu svonefndu sveitamiðla sem eru að koma smá fréttum úr sínum byggðarlögum á framfæri, og fengu betri aðgang að hinu opinbera með upplýsingum til þeirra fjölmiðla. Hvort einhver strykur komi svo til þessara litlu miðla, það verða varla neinir öfundssjúkir af þeim nema þá fréttatíminn, sem á nátturlega ekkert að koma nálægt þessu máli, og ekki að skipta sér af þessu, þótt eitthvað verði bætt aðstaða og fréttaflutningur til þessara litlu miðla". Jón G Guðjónsson vefstjóri Litlahjalla.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Frá Djúpavík-11-09-2002.
  • Finnbogastaðir brenna,16-06-2008.
  • Úr Sætrakleyf eftir mokstur.Kristján á ýtunni varð að byrja uppá klettabeltinu til að byrja að moka þar niðrá veg.07-04-2009.
  • Áfram er steypt.06-09-08.
Vefumsjón