Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. nóvember 2008 Prenta

Stjórnvöld hafa margsvikið lands-byggðina að mati menningarfulltrúa.

Jón Jónsson á skrifstofu sinni.
Jón Jónsson á skrifstofu sinni.
Bæjarins Besta.
Menningarfulltrúi Vestfjarða er ósáttur við frestun háhraðanettengingar í dreifbýli og hann segir að um sé að ræða mikilvægustu aðgerð í byggðamálum síðustu ára sem að landsbyggðin hafi verið margsvikin um. Samgönguráðherra segir frestunina óhjákvæmilega vegna stöðu efnahagsmála. Eins og fram hefur komið mun framkvæmdum við háhraðatengingar seinka en meirihluti bjóðenda í háhraðaútboði fjarskiptasjóðs hefur samþykkt að framlengja gildistíma útboðsins. Gildistími tilboðanna hefur verið framlengdur til 20. janúar sem þýðir töluverða seinkun á framkvæmdum. Þegar tilboð voru opnuð 4. september sagði samgöngumálaráðherra að framkvæmdir við háhraðanettengingar í dreifbýli myndu taka eitt ár. Jón Jónsson menningarfulltrú Vestfjarða segir stjórnvöld hafa margsvikið landsbyggðina í þessu máli.

Kristján Möller samgönguráðherra segir lengingu gildistíma útboðanna vera sameiginlega ákvörðun samgönguráðuneytisins og Símans sem átti lægsta tilboðið. Kristján segir verkefnið ekki í hættu en framkvæmdatíminn er þó óljós. Sjö tilboð bárust í háhraðanetþjónustu. Tilboðin voru á bilinu frá 379 milljónir króna til fimm milljarðar. Tilboð frá Símanum var lægst en það hljóðar uppá 379 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að uppbyggingin taki 12 mánuði.
Þessi frétt er af BB.ÍS
www.bb.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Íshrafl við Selsker,séð frá Litlu-Ávík.22-08-2009.
  • Bílskúrshurð inni.03-12-2008.
  • Einn flotinn er komin vestur fyrir Lambanesið.
  • Kaupfélagshúsið-Íbúðir- Reykjaneshyrna í baksýn. Mynd 20-02-2017.
Vefumsjón