Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. desember 2010 Prenta

Stofna nýtt félag,Kollsá.

Myndin er af vefnum freydís.is
Myndin er af vefnum freydís.is
Nú hafa þeir félagarnir, Reimar Vilmundarson og Sigurður Hjartarson stofnað félagið Kollsá ehf.  Markmið þessa félags er að efla ferðaþjónustuna við djúp, hafa þeir fest kaup á  bát frá Stykkishólmi sem ætlunin er að nota til þess. Ætlunin er að geta boðið upp á ýmsar ferðir til dæmis hvalaskoðun, sjóstöng auk annara ferða. Einnig vilja  þeir bæta  þjónustu við sumarbústaðaeigendur á svæðinu en eftirspurn eftir bát sem getur sinnt þeim hefur aukist mikið, í þessum bát verður væntanlega gott pláss fyrir 12-15 farþega og einnig gott farangursrými. Fyrirhugað er að koma bátnum í breytingar á Siglufjörð eftir áramót þar sem honum verður breytt lítilega til hagræðis fyrir farþega hvort sem verður í sjóstöng eða til ferðalaga.
Áætlað er að báturinn verði tilbúinn til ferða á vormánuðum.
Þeir sem hafa áhuga á að fá frekari upplýsingar um ferðir þessa báts á komandi sumri er bent á að hafa samband við annaðhvort Sigurð Hjartarson sjá heimasíðu www.bjarnarnes.is eða Reimar Vilmundarson www.freydis.is
Frekari fréttir af framgangi breytinga á þessum bát og í hvaða verkefni hann fer í koma fram á heimasíðum þeyrra við fyrsta tækifæri. 
Þetta kemur fram á vefsíðunni freydís.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur á Krossnesi 31 janúar 2015.
  • Gengið út fyrir Björg á leið í Ófeigsfjörð.
  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 23-09-2001.
Vefumsjón