Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. janúar 2019 Prenta

Stofnfundur félags um verslun í Árneshreppi.

Verslunarhúsnæðið í Norðurfirði.
Verslunarhúsnæðið í Norðurfirði.

Nú stendur til að stofna einkahlutafélag um rekstur verslunar í Norðurfirði. Stofnfundurinn verður haldinn í húsnæði verslunarinnar þriðjudaginn 29. janúar kl. 13:30, en föstudaginn 1. febrúar kl. 13:30 til vara. Íbúum Árneshrepps er boðið að gerast stofnfélagar með því að skrá sig fyrir hlut í félaginu. Hvert hlutabréf er að upphæð 25.000 kr, en vitaskuld er heimilt að kaupa fleiri en eitt hlutabréf. Þeir sem vilja gerast hluthafar í félaginu skulu leggja andvirði hlutafjárins inn á biðreikning 1161-05-56 sem er í eigu Árneshrepps, kt 4301690419. Hlutaféð verður síðan fært yfir á reikning félagsins þegar það hefur fengið kennitölu og bankareikning. Stefnan er að reka verslunina með takmörkuðum opnunartíma yfir vetrarmánuðina, t.d. tvo tíma tvisvar í viku en hafa fullan opnunartíma yfir sumarmánuðina.

 

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Gengið út fyrir Björg á leið í Ófeigsfjörð.
  • Forstofuhurð SV,18-11-08.
  • Húsið kom í gámum.14-10-08.
Vefumsjón