Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. febrúar 2010 Prenta

Stormviðvörun Strandir og NV.land.

Vindaspá fyrir Strandir og Norðurland vestra,á miðnætti 23-02-2010.
Vindaspá fyrir Strandir og Norðurland vestra,á miðnætti 23-02-2010.

Stormviðvörun er nú frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og annnes á Norðurlandi Vestra.Annars er spáin þessi frá Veðurstofu Íslands:
Í dag og á morgun.
Norðan 5-13 m/s og él, einkum við sjóinn, en 13-20 og snjókoma undir hádegi, hvassast á annesjum. Norðaustlæg átt, 18-23 á Ströndum og annesjum í kvöld og nótt. Norðaustan 8-13 og él á morgun. Frost 3 til 11 stig, minnst við ströndina.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Norðaustan 8-13 m/s, en 13-18 á Vestfjarðakjálkanum fyrir partinn. Snjókoma á norðan- og austanverðu landinu og einnig sunnanlands síðdegis. Frost 2 til 12 stig og jafnvel kaldara á stöku stað inn til landsins.
Á fimmtudag:
Austan og norðaustan 10-15 m/s og víða snjókoma, en hægari og dálítil él norðanlands. Kalt í veðri.
Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Austlæg átt og dálítil ofankoma með köflum víða um land. Frost 0 til 10 stig, minnst við suðvesturströndina.
Á mánudag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt og úrkomulítið, en líkur á slyddu og hlýnandi við suðurströndina.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Naustvík 10-09-2007.
  • Árnesstapar-Reykjaneshyrna í baksýn og Mýrahnjúkur frá Hvalvík séð.10-03-2008.
  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Bara moldarhaugur þar sem húsið var.19-06-2008.
  • Íshrafl í Ávíkinni 18-12-2010.
Vefumsjón