Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. mars 2010 Prenta

Strandagangan 2010.

Frá skíðagöngu.Mynd Ingimundur Pálsson.
Frá skíðagöngu.Mynd Ingimundur Pálsson.
Strandagangan verður haldin á Hólmavík á morgun laugardaginn 13 mars 2010.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum: 
Stelpur 1 km                             Strákar 1 km
Konur 5 km                              Karlar 5 km
Konur 10 km                            Karlar 10 km
Konur 16-34 ára 20 km              Karlar 16-34 ára 20 km
Konur 35-49 ára 20 km              Karlar 35-49 ára 20 km
Konur 50 ára og e. 20 km          Karlar 50 ára og e. 20 km 
Ræst verður í 1 km gönguna kl. 12.20 og í aðrar vegalengdir kl. 13.00.    1 km gangan er eingöngu ætluð keppendum 10 ára og yngri.   Þrír fyrstu keppendur í hverjum flokki fá glæsilega bikara og aðrir fá viðurkenningarpening fyrir þátttökuna.  Sá sem er fyrstur í mark í 20 km. göngunni hlýtur til varðveislu næsta árið veglegan farandbikar sem gefinn var af Heilbrigðisstofnun Hólmvíkur til minningar um Sigfús Ólafsson heimilislækni.  Í göngunni er einnig keppt í Sveitakeppni sem fer þannig fram að 3 einstaklingar í sömu vegalengd mynda lið og gildir samanlagður tími þeirra í sveitakeppninni.  Þrjár efstu sveitirnar í hverri vegalengd fá verðlaunapeninga fyrir sæti.   Skráning fer fram á staðnum milli kl. 11.30-12.20, en til að auðvelda vinnu við skráningu geta menn sent skráningar og fyrirspurnir á netfangið sigrak@simnet.is, eða í símum: 8921048(Rósmundur) eða 8933592(Ragnar).  Þátttökugjald er kr. 2.000 fyrir 16 ára og eldri og kr. 500 fyrir 15 ára og yngri.   Eftir göngu er öllum keppendum og starfsfólki boðið í veglegt kaffihlaðborð og verðlaunaafhendingu í Félagsheimilinu á Hólmavík.
Nánar hér

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Spýtan og súlan eftir.
  • Gunnsteinn Gíslason og Reimar Vilmundarson skálar fyrir afmælisbarninu og gestum.
  • Ís í Trékyllisvík Árnesfjall og sést til Mela.
  • Gamla bryggjan og uppskipunarbátur í ísnum.
  • Borgarísjaki er ca 4 km austur af Sæluskeri og annar borgarísjaki ca 5 km austur af honum.19-06-2018.
  • Borgarísjaki vestan við Sælusker, 19-06-2018.
Vefumsjón