Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. mars 2010
Prenta
Strandalamb í Húsavík kynntu framleiðsluna í beinni.
Á vikulegum súpufundi Þróunarsetursins og Arnkötlu 2008 í dag kynntu hjónin í Húsavík kjötframleiðsluna Strandalamb. Mjög góð mæting var á fundinum en 25 manns mættu í holdi og blóði og að auki 20 manns í gegnum netheima. Súpufundurinn var sendur út í fyrsta sinn beint á netinu og það er óhætt að segja að vel hafi til tekist. í lok fundarins birtist könnun á skjánum hjá netdvalarfólkinu þar sem leitað var upplýsinga um hvaðan fólk tengdi sig og hvernig hljóð og mynd hefði verið. Niðurstöður könnunarinnar birtast hér að neðan ásamt myndum frá fundinum en það er alveg ljóst að framhald verður á þessum útsendingum miðað við viðbrögð þátttakenda. Fyrstu endurbætur verða að koma upp betri hljóðnema fyrir útsendinguna og hvetja notendur enn betur til að nota höfuðtól í stað hátalaranna í tölvunum. Búnaðurinn sem notaður var heitir Netviewer og er keyrður á vefþjóni hjá Þekkingu hf.
Nánar hér á strandir.is.
Nánar hér á strandir.is.