Fleiri fréttir

| þriðjudagurinn 14. júlí 2009 Prenta

Strandastelpur (og einn heppinn strákur) í Kaffi Norðurfirði

Það er jafnan líf og fjör í Kaffi Norðurfirði, enda koma þangað jafnt gestir í Árneshreppi sem heimamenn. Á þriðjudögum hittast konur úr sveitinni og bollaleggja um heima og geima.

Á myndinni eru, frá vinstri: Rakel Valgeirsdóttir með Gauta (eina strákinn sem fékk að vera með), Elín Agla Briem, Bjarnheiður Júlía Fossdal, Margrét Jónsdóttir, Elísa Valgeirsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir og Hrefna Þorvaldsdóttir.

Einar vert í Kaffi Norðurfirði, sem tók við rekstrinum í sumar, hefur bryddað upp á ýmsum nýjungum á matseðlinum og getur þessi ritari hér ekki stillt sig um að mæla sérstaklega með kjötsúpunni og skyrtertunni. Og kaffið verður varla betra norðan Alpafjalla.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Helga veislustjóri og barnabarn Maddýar tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Frændurnir Gunnar Njálsson og Valgeir Eyjólfsson.
  • Saumaklúbbur á Melum I. 31-01-2014.
  • Húsið fellt.
  • Snjókerling við Bæ í Trékyllisvík.09-04-2009.
Vefumsjón