Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. júní 2009 Prenta

Strandhögg 12.til 14.júní.

Hákarlahjallur í Asparvík.
Hákarlahjallur í Asparvík.

Landsbyggðarráðstefna Sagnfræðingafélags Íslands og Félags þjóðfræðinga á Íslandi í samstarfi við Þjóðfræðistofu og ReykjavíkurAkademíuna.

Nú, um áratug frá fyrstu Landsbyggðarráðstefnu félaganna tveggja, er efnt til ráðstefnu með breyttu sniði í samstarfi við Þjóðfræðistofu og ReykjavíkurAkademíuna. Ráðstefnan verður haldin á Ströndum, þar sem Þjóðfræðistofa hefur höfuðstöðvar sínar, helgina 12. - 14. júní 2009. Með þátttöku heimamanna og valinkunnra fræðimanna verður lögð áhersla á framsögu á vettvangi - allt frá Konungsvörðu og norður í Krossneslaug.

Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er „Strandhögg" en umfjöllunarefnið tengsl Íslands við umheiminn; dreifbýlis og höfuðstaðar; norðurs og suðurs; jaðars og miðju, bæði í staðbundnu samhengi sem þverþjóðlegu. Meðal annars verður vikið að blómlegri síðari alda handritamenningu á jaðri Evrópu; iðkun ímynda norðursins á erlendri grundu; iðnaði erlendra þjóða á Íslandi 17. aldar í óþökk konungs; förumönnum og þjóðfræði á mörkum mennskunnar; og framtíð fræða og lista á landsbyggðinni. Auk þess verður sagt frá þjóðfræði og sögu Stranda. Ráðstefnugestir munu gista á Hólmavík og nágrenni, en tekið verður vel á móti þeim bæði á Sauðfjársetri og Þjóðfræðistofu að ógleymdum öndvegisveitingastaðnum Café Riis. Þá verður farið í vettvangsferð norður í Árneshrepp og fluttir fyrirlestrar á hinum ýmsu áföngum ferðarinnar.

Dagskrána má sjá hér en góðir gistimöguleikar hér.

Skráning á ráðstefnuna fer fram á netfanginu irisel@hi.is. Ráðstefnugestir sjá sjálfir um að panta gistingu að eigin vali með því að hafa samband við staðarhaldara sem taldar eru upp undir gistimöguleikum. Taka þarf fram að pöntunin sé í tengslum við ráðstefnuna Strandhögg.

Verði er stillt í hóf. Þátttökugjald er 5000 kr. og eru allar rútuferðir (frá og til Reykjavíkur og á milli ráðstefnustaða) þar innifaldar.

Þessa fínu dagskrá mun enginn félagsmaður láta fram hjá sér fara - bókið strax.
Nánar á vef Þjóðfræðistofu hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Grænhóll við Gjögur-05-07-2004.
  • Lítið eftir.
  • Hótel Djúpavík-16-08-2006.
  • Kristján Guðmundsson á jarðýtu 07-04-2009.
Vefumsjón