Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. desember 2011 Prenta

Styrkur til að þróa nýjar veiðiaðferðir á hörpudiski.

Á meðfylgjandi mynd sjást Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga og Hjalti Karlsson útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunnar á Ísafirði undirrita samninginn.
Á meðfylgjandi mynd sjást Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga og Hjalti Karlsson útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunnar á Ísafirði undirrita samninginn.
Fjórðungssamband Vestfirðinga auglýsti eftir umsóknum um  rannsóknarstyrk þann 8. ágúst s.l. Styrkurinn var hluti af verkefni ríkisstjórnarinnar um eflingu atvinnu og byggðar á Vestfjörðum í tengslum við fund ríkisstjórnarinnar á Ísafirði þann 5. apríl síðastliðinn, gengið hefur verið frá samkomulagi Fjórðungssambands Vestfirðinga við Mennta- og menningarmálaráðuneytið um ráðstöfun fjárheimilda vegna þessa verkefnis.

Markmið styrksins er að efla samstarf háskóla-, þekkingar- og fræðasetra á Vestfjörðum í gegnum rannsóknir sem og að auka starfsemi og nýjungar á sviði rannsókna. Það verkefni sem varð fyrir valinu er samvinnuverkefni Hafrannsóknastofnunnar á Ísafirði, Háskólaseturs Vestfjarða og Marels og er samstarf um veiðitengda nýsköpun. Markmið verkefnsins er að að þróa nýjar veiðiaðferðir á hörpudiski og öðrum lífverum á botni. Þar sem leitast verður við að auka tæknistig veiðanna, getu til flokkunar og bæta umgengni við umhverfið. Verkefnið mun einnig styrkja stöðu Vestfjarða með tilliti til framtíðarnýtingar auðlinda landshlutans og stuðla að aukinni samkeppnishæfi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Rotþró var sett niður á laugardaginn 08-11-08.Þá snjólaust.Mynd tekin 11-11-08.
  • Úr sal.Gestir.
  • Veggir feldir.
  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
Vefumsjón