Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. september 2011 Prenta

Styttist í flugslysaæfinguna á Gjögurflugvelli.

Frá flugslysaæfingu á Gjögurflugvelli 2007.
Frá flugslysaæfingu á Gjögurflugvelli 2007.
1 af 3
Helgina 7.-8. október næstkomandi fer fram flugslysaæfing á Gjögurflugvelli  í Árneshreppi. Æfingin stendur yfir í tvö daga og verður fræðslunámskeið fyrri daginn og æfing þann síðari. Allir þeir einstaklingar sem eru á útkallslista Almannavarna vegna flugslysa, verða boðaðir á æfinguna. Einnig verður óskað eftir sjálfboðaliðum til að leika sjúklinga á æfingunni. Fjögur ár eru liðin frá því slík æfing var haldin á Gjögurflugvelli. Tilgangurinn með flugslysaæfingum er að samhæfa viðbrögð allra hluteigandi aðila á svæðinu og sannreyna virkni flugslysaáætlunar.
Bjarni Sighvatsson verkefnastjóri / flugverndar og björgunardeildar Isavia ohf,sem skipulagt hefur dagskrána og hefur yfirumsjón með æfingunni hefur beðið vefinn að minna á flugslysaæfinguna og sendi vefnum myndir frá æfingunni sem var á Gjögurflugvelli fyrir fjórum árum,einnig er hérna með í stórum dráttum hvað gert er fyrir æfingu og á meðan æfingu stendur og einnig eftir æfingu.


Fyrir hverja er fræðslan í félagsheimilinu seinnipart föstudags og laugardagsmorgun:

Samkvæmt flugslysaáætlun fyrir Gjögurflugvöll þá boðar Neyðarlínan (112) meðal annars alla  „vopnfæra" íbúa á svæðinu til að taka þátt í björgunarstörfum. Það eru því allir velkomnir og hvattir til þess að mæta á fræðsluna.

Hvað verður kennt ?

Það verður meðal annars farið í skyndihjálp, hvernig meta á áverka á slösuðum,búnar verða til léttar æfingar til að þjálfa fólk,hættur á vettvangi,hvað á að gera áslysavettvangi og fleira sem gagnast fólki á æfingunni sjálfri jafnt og í daglega lífinu.

Mæta hvar og hvenær ?

Fræðslan hefst klukkan 16:00 föstudaginn 7.okt í félagsheimilinu og líkur í kring um kl 20:00. Við mætum síðan aftur klukkan 09:15 á laugardagsmorguninn í félagsheimilinu og fáum frekari fræðslu. Þegar klukkan nálgast tólf þá förum við út á flugvöll og bíðum þar eftir að æfingin hefjist.

Veitingar ?

Til þess að tíminn nýtist sem best þá verðum við með snarl og kaffi á föstudeginum fyrir þá sem mæta í fræðsluna í félagsheimilinu og einnig með snarl og kaffi í félagsheimilinu á fundinum sem þar verður haldinn strax að æfingu lokinni.

Hvernig gengur æfingin fyrir sig ?

Kveikt verður í „flaki". Sveindís, okkar kona í turninum bregst við og tilkynnir Neyðarlínunni í Reykjavík með Tetratalstöð hvað gerst hafi. Hún fer síðan í slökkvigalla, fer á slökkvibíl að „slysstaðnum" og slekkur elda.  Nú koma allir þeir sem ætla að taka þátt í æfingunni og taka með sér börur, teppi og annan búnað. Allir sameinast í að finna slasaða, hlú að þeim, ganga frá þeim á börur, flytja í flugstöð (kallað söfnunarsvæði slasaðra) þar sem þeir slösuðu verða skoðaðir frekar og hlúð að þeim eftir bestu getu og þegar ekki er hægt að gera meira fyrir þá, þá verður gert hlé á æfingunni og farið í félagsheimilið.

Hvað gerist í félagsheimilinu eftir æfinguna?

Við byrjum á því að fá okkur súpu,kaffi og brauð. Síðan ræðum við saman um það hvernig æfingin gekk fyrir sig. Hvað gekk vel og hvað gekk ekki vel.  Hvað getum við gert öðruvísi, hvað vantar okkur og annað sem upp kanna koma og varðar æfinguna. Þegar allir hafa sagt sitt og rætt málin þá verður æfingunni slitið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Séð að Melum af Hlíðarhúsunum 10-03-2008.
  • Norðaustuhlið komin.28-10-08.
  • Þokuhattur á Reykjaneshyrnu,Mýrarhnjúkur fyrrir miðri mynd.Myndin tekin 14-08-2012.
  • Villi og Úlfar á spjalli.
  • Naustvík 10-09-2007.
Vefumsjón