Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 22. janúar 2010 Prenta

Svæðisleiðsögunám að hefjast.

Hólmavík.Mynd Mats Wibe Lund:-Hægt er að taka þátt með fjarfundabúnaði á Hólmavík.
Hólmavík.Mynd Mats Wibe Lund:-Hægt er að taka þátt með fjarfundabúnaði á Hólmavík.
Miðvikudaginn 27. janúar kl. 20:00 verður haldinn opinn kynningarfundur á Ísafirði um svæðisleiðsögunám á Vestfjörðum þar sem farið verður yfir fyrirkomulag námsins.Áhugasamir utan norðanverðra Vestfjarða geta tekið þátt í fundinum með hjálp fjarfundabúnaðar á Hólmavík,Reykhólum og Patreksfirði. Námið er haldið af Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samvinnu við Leiðsöguskóla Íslands sem ber faglega ábyrgð á náminu,og Ferðamálasamtök Vestfjarða. Markmið námsins er að nemendur öðlist almenna þekkingu á leiðsögn og sérþekkingu á Vestfjörðum. Á fyrstu önn koma þátttakendur saman á tveimur helgarlotum, en á annarri og þriðju önn verða þrjár helgarlotur,en námið fer að öðru leyti fram í dreifnámi. Helgarloturnar eru haldnar á mismunandi stöðum á Vestfjörðum. Allar nánari upplýsingar um svæðisleiðsögunámið er að finna á vef Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki 15 til 18 km NNA af Liltu-Ávík 29-09-2002.
  • Stakur borgarísjaki 3. KM NA af Reykjaneshyrnu. 02-01-2018.
  • Storð í Trékyllisvík-06-07-2004.
  • Lokað þak inni.12-11-08.
  • Skip á Norðurfirði.
  • Maddý-Sirrý og Siggi.
Vefumsjón