Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. október 2012 Prenta

Telja að símakerfið sé komið í lag.

Radíótæki.
Radíótæki.
1 af 2
Tveir menn frá Símanum voru í dag að vinna við lagfæringar á fjarskiptastöðinni í Reykjaneshyrnu og telja að nú sé búið að komast fyrir þessar bilanir að stöðin detti út í tíma og ótíma,og það allt kerfið. Enn endurvarp er á milli Hnjúka sem er rétt við Blönduós og stöðvarinnar í Reykjaneshyrnu,þar hafa líka orðið bilanir sem virka á stöðina í Reykjaneshyrnu,en þar var líka unnið að viðgerð og eða endurbótum. Nú telja símamennirnir Kjartan Sigurjónsson og Jóhann Styrmir,sem voru að vinna í dag í stöðinni, að allt eigi að vera í lagi með 3.G netið og 3.G farsíma einnig. Net og símasambandslaust var við Árneshrepp í um þrjá tíma í dag á meðan á viðgerð stóð.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Jón Guðbjörn ætlar að fara að mæla sjávarhita. Mynd Kristín Bogadóttir.30-10-2015.
  • Árnesstapar-Reyjkjaneshyrna í bakýn. 20-01-2017.
  • Unnið við kjöljárn,Ástbjörn og Sigursteinn.18-12-2008.
  • Edda við að sparsla og pússa.20-04-2009.
  • Flotbryggjan í smábatahöfninni á Norðurfirði-18-08-2004.
  • Hafísmynd frá Skúla Alexanderssyni: Hafþök af hafís á Reykjarfirði 1965. Myndin er tekin frá Djúpavík.
Vefumsjón