Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. apríl 2011 Prenta

Þyrftum öll að vera frá Trékyllisvík.

ÖgmundurJónasson innanríkisráðherra.
ÖgmundurJónasson innanríkisráðherra.
1 af 2
Eftir fund ríkisstjórnar Íslands á Ísafirði á dögunum varð ræða sveitarstjóra Strandabyggðar Ingibjargar Valgeirsdóttur,að umhugsunarefni hjá Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra og skrifaði pistil um fundinn og varð tíðrætt um ræðu Ingibjargar á heimasíðu sinni.Látum Ögmundur hafa orðið:

Fundinn opnaði Albertína F. Elíasdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, þá kom Ásthildur Sturludóttir, sveitarstjóri úr Vesturbyggð, svo Eyrún I. Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps og Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungavíkurkaupstaðar. Lestina rak í hópi framsögumanna, Ingibjörg Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar. Fleiri tóku til máls í umræðunum og má þar nefna Daníel Jakobsson, bæjarstjóra á Ísafirði.
Rauði þráðurinn í málflutningi sveitarstjórnarfólksins var öllum augljós: Við viljum sitja við sama borð og aðrir landsmenn í samgöngumálum, hvað varðar húshitunarkostnað, flutningskostnað og velferðarþjónustu. Ekkert meira, ekkert minna, bara sama og aðrir.

Margt var vel sagt á þessum fundi. Eftirminnileg eru orð Ingibjargar, sveitarstjóra Strandabyggðar, sem minntist æskuára sinna í Trékyllisvík. Sú vík væri ekki smá í sínum huga heldur stór og hefði farið vaxandi í vitund sinni eftir því sem á ævina hefði liðið og hún sjálf  farið víðar um heiminn. Henni mæltist á þá leið að sér fyndust forréttindi að færa ungu barni sínu þennan stað til fá rótfestu fyrir lífið. Það sem Ingibjörg Strandakona og valkyrjurnar af Vestfjöðrum voru að segja - fyrirgefið strákar, þið voruð líka flottir - var ef til vill fyrst og fremst þetta: Við megum aldrei gleyma því að alls staðar búa í fólki hæfileikar og sköpunarkraftur. Á hann má ekki stíga. Hann verður að virkja og láta blómstra okkur öllum til góðs.

Hér er svo hægt að sjá pistil Ögmundar í heild sinni.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Unnið við klæðningu á milli sperra.08-11-08.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Kristján Guðmundsson á jarðýtu 07-04-2009.
  • Oddviti Árneshrepps Oddný Þórðardóttir heldur ræðu til afmælisbarnsins Jóns G.G. og gesta.
  • Slydda en áfram reist.27-10-08.
Vefumsjón