Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. janúar 2010 Prenta

Þyrla Landhelgisgæslunnar kannar hafís undan Vestfjörðum.

Hluti hafísrandar.Mynd Landhelgisgæslan.
Hluti hafísrandar.Mynd Landhelgisgæslan.
Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar fór í gær í ískönnunar- og gæsluflug um Vestfirði og greindi hafísrönd sem var næst landi 18 sjómílur NV af Barðanum, 20 sjómílur NV af Straumnesi og 22 sjómílur NA af Horni.
Voru teknir punktar í ísröndina með radar en hún sást ágætlega í fjarska. Flogið var yfir ís-totur sem lágu frá aðal ísnum og náðist að meta þéttleikann þar. Virtist ísinn vera samfrosta en ekki sáust neinir borgarísjakar né stakir ísjakar í þessu flugi. Landhelgisgæslan hefur sent upplýsingar úr fluginu til Veðurstofu Íslands sem og til sjófarenda. Fylgst verður náið með veðri næstu daga enda mun það hafa áhrif á hvert ísinn mun stefna.
Á þriðjudag var send út viðvörun vegna hafíss á svæðinu en gervihnattamyndir Veðurstofu Íslands sýndu hafís um 30 sjómílur frá landi, og einnig bárust Landhelgisgæslunni tilkynningar frá skipum sem urðu vör við hafís sem sást vel í radar og virtist um þéttan ís vera að ræða. Voru í kjölfarið sendar út siglingaviðvaranir á ensku og íslensku.

Nánari upplýsingar um staðsetningu má sjá á heimasíðu Veðurstofu Íslands.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Helga og Hilmar.Helga var veislusjóri fyrir í afmæli ömmu sinnar,og Hilmar sá um músikina.
  • Borgarísjakinn 27-09-2017.
  • Jón Guðbjörn og Guðrún smelltu af samtímis.Og þetta varð útkoma Jóns G.
  • Gunnar-Steini-Sigursteinn og Gunnsteinn.
  • Húsið fellt 19-06-2008.
Vefumsjón