Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. febrúar 2011 Prenta

Tóku jörðina Stóru-Ávík á leigu.

Önnur gjafgrindin.Mynd Pálína Hjaltadóttir.
Önnur gjafgrindin.Mynd Pálína Hjaltadóttir.
1 af 4
Fjármestu bændur í Árneshreppi eru Gunnar Dalkvist og Pálína Hjaltadóttir í Bæ í Trékyllisvík hér í Árneshreppi.

Þau eru með um 660 kindur á fóðrum og hafa verið að fjölga undanfarin ár.

Í sumar síðastliðið tóku þau jörðina Stóru-Ávík á leigu það er fjárhús rekann og tún,en hafa nytjað tún þar undanfarin ár.

Nú í haust og vedur hafa Gunnar og Palla gert talsverðar endurbætur vegna fjárhúsanna í Stóru-Ávik,eins og að láta grafa fyrir nýjum vatnsbrunni og leggja nýjar vatnslagnir í fjárhúsin þar.Einnig fóru þau í að skipta um grindur og settu gjafagrindur fyrir féð.Einnig var settur stálbiti úr hlöðu og í fjárhús,þar sem rúllur eru teknar og færðar fram í gjafagrindur með talíu sem er í hlaupaketti allt rafstýrt.

Það er margt en sem þau eiga eftir að gera segja þau Palla og Gunni,eins og að klára að skipta um grindur og speli og útbúa fyrir sauðburðaraðstöðu í hluta fjárhúsanna þar sem lambfé verður í vor.

Nú eru þau komin með yfir hundrað kindur í fjárhúsin í Stóru-Ávík en geta haft fleiri.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Úr sal.Gestir
  • Borgarísjaki ca 4 til 5 km NA af Gjögurflugvelli 13-01-2005.
  • Þorsteinn og Ási við vinnu á lagnagrind.23-01-2009.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 10-01-2004.
  • Úr svefnherbergisálmu.02-02-2009.
Vefumsjón