Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. febrúar 2013 Prenta

Tuttugu dagar í stað 50.

Sörli ÍS 66 hefur stundað grásleppuveiðar frá Norðurfirði undanfarin vor.
Sörli ÍS 66 hefur stundað grásleppuveiðar frá Norðurfirði undanfarin vor.
Samkvæmt reglugerð um hrognkelsaveiðar 2013 hefst vertíðin 20. mars, en við ákvörðun um þá dagsetningu var tekið tillit til óska Landssambands smábátaeiganda. Meðal breytinga frá síðustu vertíð sem reglugerðin boðar er að fjöldi veiðidaga verður 20 og hámarksfjöldi neta tekur ekki lengur mið af fjölda í áhöfn, heldur verður hverjum bát heimilt að hafa að hámarki 200 net i sjó. Í fréttatilkynningu frá Atvinnuvega og Nýsköpunarráðuneytinu,kemur fram að endanleg ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar um fjölda veiðidaga og magn verði birt á upphafsdegi grásleppuvertíðarinnar og því getur talan breyst.

Hér er um gríðarlegar takmarkanir frá síðustu vertíð þegar veiðidagar voru 50 og hámarksfjöldi neta 300. Í umsögn LS var farið fram á 35 veiðidaga og fyrirhugaðri fækkun neta harðlega mótmælt. Þar var bent á að allt of langt væri gengið og gætu svo miklar takmarkanir á veiðum orðið til að ekki tækist að uppfylla þarfir markaðarins.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Hilmar Hjartarson þenur nikkuna.
  • Einn flotinn er komin vestur fyrir Lambanesið.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Villi og Úlfar á spjalli.
  • Borgarís útaf Ávíkinni 07-04-2004.
Vefumsjón